Markaveisla á Villa Park og Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 17:03 Douglas Luiz fagnar öðru marki sínu ásamt liðsfélögum. Catherine Ivill/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann öruggan sigur, líkt og Crystal Palace, á meðan Brighton rétt bjargaði stigi gegn Everton. Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30