Wendy Williams með málstol og framheilabilun Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 18:24 Williams var lengi með sinn eigin spjallþátt þar sem hún vakti gjarnan athygli fyrir orkumikla og galsakennda framkomu. AP Wendy Williams, þáttastjórnandi, hefur greinst með málstol og framheilabilun. Greiningin er nákvæmlega sú sama og leikarin Bruce Willis hlaut árið 2022. Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans. Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans.
Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54