Skytturnar halda í við toppliðin tvö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 22:00 Havertz skoraði og lagði upp. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Arsenal lagði Newcastle United 4-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Skytturnar áttu í engum vandræðum með gestina frá Norður-Englandi. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti en það þurfti einkar klaufalegt sjálfsmark til að brjóta ísinn. Loris Karius varði fast skot sem endaði með því að Fabian Schar hreinsaði boltann í Sven Botman og þaðan fór hann yfir línuna, þó svo að Karius hafi náð boltanum nánast á línunni. Kai Havertz bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Gabriel Martinelli. Staðan 2-0 í hálfleik. Havertz lagði upp þriðja mark Arsenal en það skoraði Bukayo Saka. Það var svo varnarmaðurinn Jakub Kiwior sem gerði endanlega út um leikinn á 69. mínútu. Joe Willock minnkaði muninn á 84. mínútu en nær komust gestirnir ekki, lokatölur á Emirates-vellinum í Lundúnum 4-1. Arsenal er í 3. sæti deildarinnar með 58 stig, stigi minna en Manchester City í 2. sæti og tveimur stigum minna en topplið Liverpool þegar öll lið eiga 12 leiki eftir. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal lagði Newcastle United 4-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Skytturnar áttu í engum vandræðum með gestina frá Norður-Englandi. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti en það þurfti einkar klaufalegt sjálfsmark til að brjóta ísinn. Loris Karius varði fast skot sem endaði með því að Fabian Schar hreinsaði boltann í Sven Botman og þaðan fór hann yfir línuna, þó svo að Karius hafi náð boltanum nánast á línunni. Kai Havertz bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Gabriel Martinelli. Staðan 2-0 í hálfleik. Havertz lagði upp þriðja mark Arsenal en það skoraði Bukayo Saka. Það var svo varnarmaðurinn Jakub Kiwior sem gerði endanlega út um leikinn á 69. mínútu. Joe Willock minnkaði muninn á 84. mínútu en nær komust gestirnir ekki, lokatölur á Emirates-vellinum í Lundúnum 4-1. Arsenal er í 3. sæti deildarinnar með 58 stig, stigi minna en Manchester City í 2. sæti og tveimur stigum minna en topplið Liverpool þegar öll lið eiga 12 leiki eftir.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti