Segir Martin gera alla aðra leikmenn betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Craig Pedersen ræðir við Martin Hermannsson á æfingu íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, talar vel um Martin Hermannsson fyrir leik Íslands og Ungverjalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Craig segir Martin alltaf að verða betri og betri. Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti