Hiti rís upp frá nýju hrauni og myndar bólstra í lofti Lovísa Arnardóttir skrifar 22. febrúar 2024 13:15 Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Ef litið er frá höfuðborgarsvæðinu í átt að Reykjanesinu má í dag sjá röð skúraskýja frá nýju hrauni við Sundhnúkagíga og út á sjó. „Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira
„Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira