Durant skýtur til baka á Barkley: „Töluðu um eitthvað neikvætt kjaftæði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2024 16:30 Kevin Durant tók ekki vel í gagnrýni Charles Barkley. getty/Stacy Revere Kevin Durant, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, hefur sent Charles Barkley tóninn eftir að hann gagnrýndi hann fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Barkley hefur aldrei verið feiminn við að skjóta á Durant og gerði það nú síðast um helgina. Í beinni útsendingu frá Stjörnuleiknum sagði Barkley að Devin Booker þyrfti að stíga upp sem leiðtogi í Suns-liðinu því Durant væri það ekki. Það hefði margoft komið í ljós. Kevin's a follower. He's not a leader. He's proven that on all of his stops. - Charles Barkley on Kevin Durant (h/t @NBA_NewYork ) pic.twitter.com/TmH3gcTLxk— NBACentral (@TheDunkCentral) February 19, 2024 Durant gaf ekki mikið fyrir þessa gagnrýni Barkleys og sendi honum tóninn. „Mér finnst það sé erfitt fyrir fólk sem er í sjónvarpi, sem kemur aldrei á æfingar eða leiki, að tala um það sem ég geri. Það er ekki á staðnum,“ sagði Durant. „Þetta er hluti af sjónvarpi. Þeir þurftu eitthvað til fylla plássið og svo þeir töluðu um eitthvað neikvætt kjaftæði. Ef þú ert ekki á æfingum með mér ber ég ekki virðingu fyrir skoðunum þínum.“ Durant kom til Phoenix frá Brooklyn Nets fyrir ári síðan. Á þessu tímabili er hann með 28,2 stig, 6,6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Phoenix er í 5. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp. Hinn 35 ára Durant er tíundi stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA. Hann kom inn í deildina 2007 og hefur skorað 28.245 stig í 1.034 leikjum, eða 27,3 stig að meðaltali í leik. Durant varð meistari með Golden State Warriors 2017 og 2018 en Barkley og margir aðrir gefa lítið fyrir þá titla þar sem þeir finnst sem Durant hafi stokkið á bakið á Stephen Curry og félögum, sem voru með ógnarsterkt lið fyrir. NBA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Barkley hefur aldrei verið feiminn við að skjóta á Durant og gerði það nú síðast um helgina. Í beinni útsendingu frá Stjörnuleiknum sagði Barkley að Devin Booker þyrfti að stíga upp sem leiðtogi í Suns-liðinu því Durant væri það ekki. Það hefði margoft komið í ljós. Kevin's a follower. He's not a leader. He's proven that on all of his stops. - Charles Barkley on Kevin Durant (h/t @NBA_NewYork ) pic.twitter.com/TmH3gcTLxk— NBACentral (@TheDunkCentral) February 19, 2024 Durant gaf ekki mikið fyrir þessa gagnrýni Barkleys og sendi honum tóninn. „Mér finnst það sé erfitt fyrir fólk sem er í sjónvarpi, sem kemur aldrei á æfingar eða leiki, að tala um það sem ég geri. Það er ekki á staðnum,“ sagði Durant. „Þetta er hluti af sjónvarpi. Þeir þurftu eitthvað til fylla plássið og svo þeir töluðu um eitthvað neikvætt kjaftæði. Ef þú ert ekki á æfingum með mér ber ég ekki virðingu fyrir skoðunum þínum.“ Durant kom til Phoenix frá Brooklyn Nets fyrir ári síðan. Á þessu tímabili er hann með 28,2 stig, 6,6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Phoenix er í 5. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp. Hinn 35 ára Durant er tíundi stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA. Hann kom inn í deildina 2007 og hefur skorað 28.245 stig í 1.034 leikjum, eða 27,3 stig að meðaltali í leik. Durant varð meistari með Golden State Warriors 2017 og 2018 en Barkley og margir aðrir gefa lítið fyrir þá titla þar sem þeir finnst sem Durant hafi stokkið á bakið á Stephen Curry og félögum, sem voru með ógnarsterkt lið fyrir.
NBA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira