Leigubílstjóri olli Sveindísi vonbrigðum: „Þau eru bara eftir á hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 10:32 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skorað átta mörk fyrir Ísland og er mætt aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. VÍSIR/VILHELM Þó að uppgangur og áhugi á knattspyrnu kvenna hafi aukist hratt víða um heim á síðustu árum þá er það ekki algilt eins og Sveindís Jane Jónsdóttir rak sig á við komuna til Serbíu. Hún segir Serba virðast aftarlega á merinni í þessum efnum. Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30
„Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00