Leigubílstjóri olli Sveindísi vonbrigðum: „Þau eru bara eftir á hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 10:32 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skorað átta mörk fyrir Ísland og er mætt aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. VÍSIR/VILHELM Þó að uppgangur og áhugi á knattspyrnu kvenna hafi aukist hratt víða um heim á síðustu árum þá er það ekki algilt eins og Sveindís Jane Jónsdóttir rak sig á við komuna til Serbíu. Hún segir Serba virðast aftarlega á merinni í þessum efnum. Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30
„Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00