„Völlurinn og liðið breyttu leiknum í sameiningu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 22:31 Klopp fagnaði vel með stuðningsmönnum Liverpool í leikslok. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður eftir sigur Liverpool á Luton Town í kvöld en toppliðið var 1-0 undir í hálfleik. Hann sagði liðið ekki vera sigurstranglegra fyrir úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea á sunnudag. Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“ Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira