Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2024 20:34 Sævar Þór Birgisson er einn þeirra sem spyr hvað verði um unga fólkið. vísir/einar árnason Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira