Skilur ekkert í að Ajax hafi fengið gæðalausan Henderson Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:31 Van der Vaart lék meðal annars með Tottenham og Real Madrid á sínum ferli. NESimages/Raymond Smit/DeFodi Images via Getty Images Rafael van der Vaart lét óánægju sína í ljós með kaup Ajax á Jordan Henderson. Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30
Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29
Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45