Fótbolti

Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við Bayern München út tímabilið ef Thomas Tuchel verður látinn taka poka sinn.
Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við Bayern München út tímabilið ef Thomas Tuchel verður látinn taka poka sinn. Charlie Crowhurst/Getty Images

Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins.

Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn.

Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel.

Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×