Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 16:02 Stuðningsmenn Schalke 04 standa á bak við félagið sitt þó það sé nú í fallbaráttu í þýsku b-deildinni. Getty/Leon Kuegeler Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Sjá meira