„Þetta er alveg ótrúlega leiðinlegt“ Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2024 10:56 Tónlistarmaðurinn Stefán S. Stefánsson með rörið sitt, saxófóninn sem er hans helsta hljóðfæri. Hann telur að fólk verði að fara að vakna til vitundar um að gervigreindartónlistin er ekki til fagnaðar. Ásta Magnúsdóttir Guðmundur Andri Thorsson tónlistarmaður með meiru er ekki ánægður með nýju gervigreindartónlist Stefáns S. Stefánssonar sem hann hefur kynnt til sögunnar undir nafninu Robo Steve. „Þetta er alveg ótrúlega leiðinlegt,“ segir Guðmundur Andri um nýjar tónsmíðar Robo Steves. Þegar Vísir náði í Stefán var hann á æfingu með Gömmunum. Sagði að sumir okkar þyrftu að æfa sig. En hann hefur verið að kynna sér gervigreindartónlistina. Eða IA-forrit sem hann hefur notað til að setja saman lög. „Já, ferillinn var stuttur, honum lauk í gærkvöldi, þegar ég heyrði hvað þetta var djöfulli leiðinlegt. Þá steinhætti ég.“ En sérðu ógn í þessari gervigreind sem tónlistarmaður? „Jájá. Þú sérð það þegar þú tekur tölurnar. Það eru 100 þúsund lög á hverjum sólarhring sem fara á Spotify. Sex prósent af öllu efni á Spotify eru beint úr þessari verksmiðju. Þannig að þú getur ímyndað þér, 6 prósent af hundrað þúsund lögum. Eru það ekki sex þúsund lög sem fara á Spotify á hverjum degi. Sem er mjög spúkí.“ Fólk ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera Og þú vilt meina að það sé ekki á neitt að treysta hvað viðnám varðar annað en almenning. Þar er kannski ekki á vísan að róa? „Fólk er ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera. Það hefur sínar skoðanir en þorir ekki að segja neitt. Fullt af fólki sem hefur komið að mér með bestu músíkkrítík sem ég hef séð. En bætir við að það hafi ekki hundsvit á tónlist. Fólk verður bara að taka meira mark á sér, vera gagnrýnna og gagnrýnna í hugsun. Ég held að það sé einasti sjénsinn í þessu. Láta ekki bjóða sér hvað sem er. Gera kröfur til listamanna. Og að menn geri kröfur til sjálfs sín og þar fram eftir götunum. Ekkert „the easy way out“. Ég hefði getað gert tvær plötur í gærkvöldi ef ég hefði nennt þessu.“ Það breytir ekki því að um athyglisverða tilraun er að ræða. Stefán lýsir ferlinu: Öll sköpunin tók 7 mínútur eftir að ég hafði búið til aðgengi fyrir mig. Þetta þýðir að ég get gefið út 2 til 3 plötur á dag. Ekkert vesen við að búa til laglínu, né hljómsetja... the computer says go! Ég söng með minni bassaröddu inn nokkra tóna og forritið var svo elskulegt að breyta því í englaraddir sem heyrast aftarlega í mixinu. (Sem ég hafði nánast ekkert fyrir!) Sérkennilegar tónaraðir sem ég hefði aldrei valið sjálfur! Hvaðan þessar línur koma veit ég ekki... en maður er alltaf opinn fyrir nýjungum. Ég á höfundarétt og flutningsréttinn! (WTF!?) Aðför að listrænni sköpun Stefán segir þetta veruleika sem blasi við tónlistarfólki. Hann sér alveg möguleika að þróa þetta í sannfærandi músík þó persónulega sé þetta ekki ofarlega á lista yfir hans verk en Stefán á að baki frækinn feril. Hans þekktasta lag líklega „Disco Frisco“ sem var hugsað sem paródía á diskóið en eins og með paródíu þá getur hún tekið breytingum og er þetta nú einkennisleg fyrir ákveðið tímabil í tónlistarsögunni. Stefán segir aðeins eitt sem getur bjargað tónlistinni úr þessu og það séu áheyrendur. Sem þurfa að vera kröfuharðari. „Fullt hús í Eldborg á Bach tónleika og Laufey að semja tónlist í anda tónsnillinga fyrri hluta 20.aldar vekur þó einhverja von. Þið megið alveg slökkva á þessu eftir 30 sekúndur ef þið fílið þetta ekki...það gerði ég,“ segir Stefán á Facebook-vegg sínum Og þar myndast umræður um þetta fyrirbæri. Egill Helgason sjónvarpsmaður leggur orð í belg og hann er beinlínis reiður: „Ógeðsleg þróun. Hrikalegur þjófnaður og aðför að listrænni sköpun – sem er eitt af því sem helst gefur mannkyninu tilgang, skilning og von.“ Gervigreind Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Þegar Vísir náði í Stefán var hann á æfingu með Gömmunum. Sagði að sumir okkar þyrftu að æfa sig. En hann hefur verið að kynna sér gervigreindartónlistina. Eða IA-forrit sem hann hefur notað til að setja saman lög. „Já, ferillinn var stuttur, honum lauk í gærkvöldi, þegar ég heyrði hvað þetta var djöfulli leiðinlegt. Þá steinhætti ég.“ En sérðu ógn í þessari gervigreind sem tónlistarmaður? „Jájá. Þú sérð það þegar þú tekur tölurnar. Það eru 100 þúsund lög á hverjum sólarhring sem fara á Spotify. Sex prósent af öllu efni á Spotify eru beint úr þessari verksmiðju. Þannig að þú getur ímyndað þér, 6 prósent af hundrað þúsund lögum. Eru það ekki sex þúsund lög sem fara á Spotify á hverjum degi. Sem er mjög spúkí.“ Fólk ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera Og þú vilt meina að það sé ekki á neitt að treysta hvað viðnám varðar annað en almenning. Þar er kannski ekki á vísan að róa? „Fólk er ekki eins vitlaust og það lítur út fyrir að vera. Það hefur sínar skoðanir en þorir ekki að segja neitt. Fullt af fólki sem hefur komið að mér með bestu músíkkrítík sem ég hef séð. En bætir við að það hafi ekki hundsvit á tónlist. Fólk verður bara að taka meira mark á sér, vera gagnrýnna og gagnrýnna í hugsun. Ég held að það sé einasti sjénsinn í þessu. Láta ekki bjóða sér hvað sem er. Gera kröfur til listamanna. Og að menn geri kröfur til sjálfs sín og þar fram eftir götunum. Ekkert „the easy way out“. Ég hefði getað gert tvær plötur í gærkvöldi ef ég hefði nennt þessu.“ Það breytir ekki því að um athyglisverða tilraun er að ræða. Stefán lýsir ferlinu: Öll sköpunin tók 7 mínútur eftir að ég hafði búið til aðgengi fyrir mig. Þetta þýðir að ég get gefið út 2 til 3 plötur á dag. Ekkert vesen við að búa til laglínu, né hljómsetja... the computer says go! Ég söng með minni bassaröddu inn nokkra tóna og forritið var svo elskulegt að breyta því í englaraddir sem heyrast aftarlega í mixinu. (Sem ég hafði nánast ekkert fyrir!) Sérkennilegar tónaraðir sem ég hefði aldrei valið sjálfur! Hvaðan þessar línur koma veit ég ekki... en maður er alltaf opinn fyrir nýjungum. Ég á höfundarétt og flutningsréttinn! (WTF!?) Aðför að listrænni sköpun Stefán segir þetta veruleika sem blasi við tónlistarfólki. Hann sér alveg möguleika að þróa þetta í sannfærandi músík þó persónulega sé þetta ekki ofarlega á lista yfir hans verk en Stefán á að baki frækinn feril. Hans þekktasta lag líklega „Disco Frisco“ sem var hugsað sem paródía á diskóið en eins og með paródíu þá getur hún tekið breytingum og er þetta nú einkennisleg fyrir ákveðið tímabil í tónlistarsögunni. Stefán segir aðeins eitt sem getur bjargað tónlistinni úr þessu og það séu áheyrendur. Sem þurfa að vera kröfuharðari. „Fullt hús í Eldborg á Bach tónleika og Laufey að semja tónlist í anda tónsnillinga fyrri hluta 20.aldar vekur þó einhverja von. Þið megið alveg slökkva á þessu eftir 30 sekúndur ef þið fílið þetta ekki...það gerði ég,“ segir Stefán á Facebook-vegg sínum Og þar myndast umræður um þetta fyrirbæri. Egill Helgason sjónvarpsmaður leggur orð í belg og hann er beinlínis reiður: „Ógeðsleg þróun. Hrikalegur þjófnaður og aðför að listrænni sköpun – sem er eitt af því sem helst gefur mannkyninu tilgang, skilning og von.“
Gervigreind Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira