Højlund sá yngsti í sögunni til að skora í sex leikjum í röð Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2024 21:02 Højlund fagnar hér fyrsta deildarmarki sínu. Þau hafa síðan komið á færibandi Vísir/Getty Eftir að hafa ekki skorað í 14 fyrstu deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni virðist Rasmus Højlund hreinlega ekki geta hætt að skora en hann hefur nú skorað í sex leikjum í röð. Það er ágætis afrek að skora leik eftir leik en það sem gerir þessa tölfræði merkilega er að Højlund er nú orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað í sex leikjum í röð en Højlund er 21 árs og 14 daga gamall. Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Luton á útivelli og tók þar með þetta met úr höndunum á Joe Willock, leikmanni Newcastle, en hann var 21 árs og 272 daga gamall þegar hann skoraði í sínum sjötta leik í röð 19. maí 2021. Hann tók þá metið af markahróknum Romelu Lukaku. Fyrir leikinn í dag var Højlund kominn í góðan hóp en hann var þá þegar annar yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í fimm leikjum í röð, næstur á eftir hinum franska Nicolas Anelka sem var aðeins 19 ára þegar hann skoraði í fimm leikjum í röð fyrir Arsenal í nóvember 1998. Rasmus Hojlund is the second-youngest player to score in five successive Premier League games, only behind Nicolas Anelka #MUFC pic.twitter.com/t5k7r1RHZE— Match of the Day (@BBCMOTD) February 11, 2024 Rasmus Højlund er nú kominn með þrettán mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United en liðið á næst leik gegn Fulham á heimavelli þann 24. febrúar þar sem honum gefst tækifæri til að bæta í metið. 21-year-old Rasmus Højlund becomes the youngest player to score in six Premier League games in a row pic.twitter.com/ZZ1OPQFLAg— B/R Football (@brfootball) February 18, 2024 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Það er ágætis afrek að skora leik eftir leik en það sem gerir þessa tölfræði merkilega er að Højlund er nú orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað í sex leikjum í röð en Højlund er 21 árs og 14 daga gamall. Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Luton á útivelli og tók þar með þetta met úr höndunum á Joe Willock, leikmanni Newcastle, en hann var 21 árs og 272 daga gamall þegar hann skoraði í sínum sjötta leik í röð 19. maí 2021. Hann tók þá metið af markahróknum Romelu Lukaku. Fyrir leikinn í dag var Højlund kominn í góðan hóp en hann var þá þegar annar yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í fimm leikjum í röð, næstur á eftir hinum franska Nicolas Anelka sem var aðeins 19 ára þegar hann skoraði í fimm leikjum í röð fyrir Arsenal í nóvember 1998. Rasmus Hojlund is the second-youngest player to score in five successive Premier League games, only behind Nicolas Anelka #MUFC pic.twitter.com/t5k7r1RHZE— Match of the Day (@BBCMOTD) February 11, 2024 Rasmus Højlund er nú kominn með þrettán mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United en liðið á næst leik gegn Fulham á heimavelli þann 24. febrúar þar sem honum gefst tækifæri til að bæta í metið. 21-year-old Rasmus Højlund becomes the youngest player to score in six Premier League games in a row pic.twitter.com/ZZ1OPQFLAg— B/R Football (@brfootball) February 18, 2024
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44