Santos vill hundrað milljónir frá Kimmel Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 10:07 George Santos og Jimmy Kimmel. EPA George Santos, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur höfðað mál gegn þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel, ABC og Disney. Er það vegna þess að Kimmel gabbaði Santos til að taka upp myndband sem notað var til að gera grín að hinum smánaða fyrrverandi þingmanni. Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna. Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna.
Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira