Tróð yfir Shaq til að tryggja sigur í troðslukeppninni Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 09:30 Mac McClung varði titil sinn í troðslukeppninni. Vísir/Getty Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er í fullum gangi en sjálfur stjörnuleikurinn er í kvöld. Í nótt fór troðslukeppnin fram og þar voru sýnd alvöru tilþrif. Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er fastur liður vestanhafs og vanalega mikið um dýrðir. Á föstudagskvöldið létu NFL-leikmenn, kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn ljós sitt skína í stjörnuleik frægra og einnig létu ungar körfuboltastjörnur til sín taka. Margir biðu hins vegar spenntir eftir troðslukeppninni í nótt. Troðslukeppnin hefur farið fram í NBA-deildinni síðan árið 1976 og hafa stjörnur eins og Michael Jordan, Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter borið sigur úr býtum í kepninni. Meet the #ATTSlamDunk participants!Can't wait to see them throwing DOWN on this court #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/OGlmHy0Hpe— NBA (@NBA) February 18, 2024 Fjórir tóku þátt í kepnninni í ár. Jaylen Brown úr Boston Celtics, Jaime Jaquez frá liði Miami Heat og þeir Jacob Toppin og Mac McClung sem báðir leika með liðum í G-deildinni sem er oft kölluð þróunardeild NBA. Mc Clung var ríkjandi meistari eftir góðan sigur á síðasta ári. Fyrstu tvær troðslur Jaylen Brown voru til heiðurs Terrance Clark, 19 ára drengs sem lést í bílslysi þremur mánuðum fyrir nýliðavalið 2021. Clark var fæddur í Boston og tróð Brown íkæddur treyju háskólaliðsins sem Clark lék með og með nafn hans á bakinu. Jaylen Brown opens the #ATTSlamDunk final round with a tribute to Terrence Clarke #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/hzEYsWb1AO— NBA (@NBA) February 18, 2024 Brown náði öðru sæti keppninnar en þeir Jaquez og Toppin féllu úr leik í fyrstu umferð. Það var hins vegar McClung sem varði titil sinn og varð þar með fyrsti leikmaðurinn síðan Zach LaVine vann 2015 og 2016. McClung tryggði sér sigurinn í keppninni með því að troða yfir engan annan en Shaquille O´Neal en troðsluna má sjá hér fyrir neðan. MAC WENT REVERSE OVER SHAQ https://t.co/13bfmfVUlg pic.twitter.com/bKnOIV9nN1— NBA (@NBA) February 18, 2024 NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er fastur liður vestanhafs og vanalega mikið um dýrðir. Á föstudagskvöldið létu NFL-leikmenn, kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn ljós sitt skína í stjörnuleik frægra og einnig létu ungar körfuboltastjörnur til sín taka. Margir biðu hins vegar spenntir eftir troðslukeppninni í nótt. Troðslukeppnin hefur farið fram í NBA-deildinni síðan árið 1976 og hafa stjörnur eins og Michael Jordan, Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter borið sigur úr býtum í kepninni. Meet the #ATTSlamDunk participants!Can't wait to see them throwing DOWN on this court #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/OGlmHy0Hpe— NBA (@NBA) February 18, 2024 Fjórir tóku þátt í kepnninni í ár. Jaylen Brown úr Boston Celtics, Jaime Jaquez frá liði Miami Heat og þeir Jacob Toppin og Mac McClung sem báðir leika með liðum í G-deildinni sem er oft kölluð þróunardeild NBA. Mc Clung var ríkjandi meistari eftir góðan sigur á síðasta ári. Fyrstu tvær troðslur Jaylen Brown voru til heiðurs Terrance Clark, 19 ára drengs sem lést í bílslysi þremur mánuðum fyrir nýliðavalið 2021. Clark var fæddur í Boston og tróð Brown íkæddur treyju háskólaliðsins sem Clark lék með og með nafn hans á bakinu. Jaylen Brown opens the #ATTSlamDunk final round with a tribute to Terrence Clarke #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/hzEYsWb1AO— NBA (@NBA) February 18, 2024 Brown náði öðru sæti keppninnar en þeir Jaquez og Toppin féllu úr leik í fyrstu umferð. Það var hins vegar McClung sem varði titil sinn og varð þar með fyrsti leikmaðurinn síðan Zach LaVine vann 2015 og 2016. McClung tryggði sér sigurinn í keppninni með því að troða yfir engan annan en Shaquille O´Neal en troðsluna má sjá hér fyrir neðan. MAC WENT REVERSE OVER SHAQ https://t.co/13bfmfVUlg pic.twitter.com/bKnOIV9nN1— NBA (@NBA) February 18, 2024
NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira