Lífið

Skilaði Bítlabassa sem er metinn á tæpa tvo milljarða króna

Árni Sæberg skrifar
McCartney slær á strengi bassans fræga á meðan félagi hans Ringo Starr lemur skinnin fyrir aftan hann árið 1964.
McCartney slær á strengi bassans fræga á meðan félagi hans Ringo Starr lemur skinnin fyrir aftan hann árið 1964. David Redfern/Getty

Paul McCartney hefur endurheimt bassa sem var stolið árið 1972. McCartney keypti bassann í Hamborg í Þýskalandi, þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref, á þrjátíu pund. Talið er að bassinn sé allt að tíu milljóna punda virði í dag, jafnvirði um 1,75 milljarða króna.

Greint var frá því á vefsíðu McCartney í morgun að bassinn hefði fundist í kjölfar þess að verkefninu Lost bass project var ýtt úr vör í fyrra. Höfner, framleiðandi bassans, hafi staðfest að um bassa McCartneys sé að ræða og hann sé ótrúlega þakklátur öllum þeim sem lögðu hönd á plóg.

Í frétt The Guardian um málið segir að bassinn sé verðmetinn á allt að tíu milljónir punda, sem samsvarar um 1,75 milljörðum króna. Ungur maður að nafni Ruaidhri Guest, hafi deilt mynd af bassanum á samfélagsmiðlinum X og sagst hafa erft gripinn. Bassanum hefði þegar verið skilað til eiganda hans.

Guest birti aðra færslu í dag þar sem hann sagði að yfirlýsingar sé að vænta frá fjölskyldu hans, en henni hafi borist holskefla viðtalsbeiðna frá fjölmiðlum vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.