Hjónabönd samkynja para leidd í lög í Grikklandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:55 Niðurstöðunni var ákaft fagnað í gær. AP/Michael Varaklas Grikkland varð í gær fyrsta ríkið þar sem meirihluti íbúa tilheyrir kristinni rétttrúnaðarkirkju til að heimila hinsegin fólki að ganga í hjónaband. Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“ Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“
Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira