Sævar viss um að hagræðing úrslita hafi átt sér stað Aron Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2024 08:01 Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Lyngby í Danmörku Vísir/Sigurjón Ólason Alla jafna þykja æfingarleikir tveggja liða ekki mikið fréttaefni en Íslendingaslagur Lyngby og Ham/Kam í Tyrklandi á dögunum hefur svo sannarlega hlotið verðskuldaða athygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam. Dómari umrædds leiks hefur verið sakaður um að taka þátt í hagræðingu úrslita en ákvörðunartaka hans undir lok leiks þykir bera þess merki. Það er hið minnsta enginn vafi á því í huga Sævars Atla að eitthvað vafasamt hafi þar átt sér stað. „Ég get nánast staðfest að það hafi einhver hagræðing úrslita átt sér stað þarna,“ segir Sævar Atli í samtali við Vísi. „Ég átti í smá samskiptum við þennan dómara fyrir leik. Þurfti að biðja hann um að færa sig til þess að ég kæmist fram hjá honum. Það geri ég á ensku og hann svarar mér bara á ensku til baka.“ „Ég byrja sem varamaður í þessu leik og kem inn á í hálfleik. Ég tek bara eftir því sem ég horfi á það sem á sér stað inn á vellinum í fyrri hálfleik að maðurinn vissi ekkert hvað hann væri að dæma. Augljóslega ekki dómari. Síðan kem ég inn á og tek eftir því að hann talar ekki ensku og hann tekur fyrir það að kunna ensku. Það fannst mér mjög skrýtið, sér í lagi af því að ég talaði við hann á ensku fyrir leik.“ Síðan fær Ham/Kam víti. Atvik sem engin dómari í heiminum hefði dæmt vítaspyrnu á. Þetta var öxl í öxl atvik eins og maður hefur séð oft áður. Allt í góðu, þetta er eitthvað sem getur gerst og bara áfram gakk. Síðan eru þeir að liggja til baka, 2-0 yfir, og lítur ekki út fyrir að það sé að koma annað mark í leikinn.“ Dæmir vítaspyrnur hægri/vinstri Svo fer dómarinn að dæma vítaspyrnur hægri vinstri Lyngby í vil. Í raun þrjár vítaspyrnur á nokkurra mínútna kafla undir lok leiks þegar að leikar stóðu 2-0 fyrir Ham/Kam. Lyngby klúðrar fyrri tveimur spyrnunum og þegar dómarinn bendir í þriðja sinn á punktinn með stuttu millibili á loka andartökum leiksins, fóru að renna tvær grímur á aðstandendur liðanna tveggja. „Hann vildi meina að boltinn hefði farið í höndina á leikmanni Ham/Kam. Sem ég er ekki viss um að hann hafi gert og þá fyrst verður allt brjálað. Við skorum úr því víti og dómarinn þá væntanlega grætt eitthvað.“ Augljóst sé hvað hafi verið á seyði. „Sérstaklega þegar þriðja vítið var dæmt og það bara upp úr engu þegar að einhverjar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann fann einhverja leið til þess að benda aftur á vítapunktinn. Svo var maður alltaf að líta til okkar á varamannabekkinn og sá að þjálfarateymið var líka farið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta var mjög skrýtið allt saman. Óvenju mörg veðmál Það var þó ekki aðeins um óvenjulega hluti að ræða innan vallar. „Við tókum eftir því, sérstaklega þjálfarateymið hjá okkur, að það voru menn í kringum völlinn með símana á lofti að leggja veðmál, eitthvað sem tengist skoruðum mörkum í leik.“ Lyngby skoraði úr síðustu vítaspyrnu sinni og fóru leikar 2-1, þrjú mörk skoruð. Það rímar við heimildir Tipsbladet, sem hefur eftir mönnum sem þekkja vel til í heimi veðmálafyrirtækja, að óvenju mörg veðmál hafi verið lög á umræddan leik og að það yrðu skoruð yfir 2,5 mörk. Forráðamenn Ham/Kam fóru þess á leit við norska knattspyrnusambandið að málið yrði skoðað og er það nú komið inn á borð Evrópska knattspyrnusambandsins. „Norðmennirnir voru greinilega ekki sáttir og við styðjum það náttúrulega. Þetta á ekki að sjást í fótboltanum. Við erum með myndbönd til þess að styðja við málið og hægt að sýna fram á að eitthvað skuggalegt hafi átt sér stað. 100%.“ Danski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Dómari umrædds leiks hefur verið sakaður um að taka þátt í hagræðingu úrslita en ákvörðunartaka hans undir lok leiks þykir bera þess merki. Það er hið minnsta enginn vafi á því í huga Sævars Atla að eitthvað vafasamt hafi þar átt sér stað. „Ég get nánast staðfest að það hafi einhver hagræðing úrslita átt sér stað þarna,“ segir Sævar Atli í samtali við Vísi. „Ég átti í smá samskiptum við þennan dómara fyrir leik. Þurfti að biðja hann um að færa sig til þess að ég kæmist fram hjá honum. Það geri ég á ensku og hann svarar mér bara á ensku til baka.“ „Ég byrja sem varamaður í þessu leik og kem inn á í hálfleik. Ég tek bara eftir því sem ég horfi á það sem á sér stað inn á vellinum í fyrri hálfleik að maðurinn vissi ekkert hvað hann væri að dæma. Augljóslega ekki dómari. Síðan kem ég inn á og tek eftir því að hann talar ekki ensku og hann tekur fyrir það að kunna ensku. Það fannst mér mjög skrýtið, sér í lagi af því að ég talaði við hann á ensku fyrir leik.“ Síðan fær Ham/Kam víti. Atvik sem engin dómari í heiminum hefði dæmt vítaspyrnu á. Þetta var öxl í öxl atvik eins og maður hefur séð oft áður. Allt í góðu, þetta er eitthvað sem getur gerst og bara áfram gakk. Síðan eru þeir að liggja til baka, 2-0 yfir, og lítur ekki út fyrir að það sé að koma annað mark í leikinn.“ Dæmir vítaspyrnur hægri/vinstri Svo fer dómarinn að dæma vítaspyrnur hægri vinstri Lyngby í vil. Í raun þrjár vítaspyrnur á nokkurra mínútna kafla undir lok leiks þegar að leikar stóðu 2-0 fyrir Ham/Kam. Lyngby klúðrar fyrri tveimur spyrnunum og þegar dómarinn bendir í þriðja sinn á punktinn með stuttu millibili á loka andartökum leiksins, fóru að renna tvær grímur á aðstandendur liðanna tveggja. „Hann vildi meina að boltinn hefði farið í höndina á leikmanni Ham/Kam. Sem ég er ekki viss um að hann hafi gert og þá fyrst verður allt brjálað. Við skorum úr því víti og dómarinn þá væntanlega grætt eitthvað.“ Augljóst sé hvað hafi verið á seyði. „Sérstaklega þegar þriðja vítið var dæmt og það bara upp úr engu þegar að einhverjar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann fann einhverja leið til þess að benda aftur á vítapunktinn. Svo var maður alltaf að líta til okkar á varamannabekkinn og sá að þjálfarateymið var líka farið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta var mjög skrýtið allt saman. Óvenju mörg veðmál Það var þó ekki aðeins um óvenjulega hluti að ræða innan vallar. „Við tókum eftir því, sérstaklega þjálfarateymið hjá okkur, að það voru menn í kringum völlinn með símana á lofti að leggja veðmál, eitthvað sem tengist skoruðum mörkum í leik.“ Lyngby skoraði úr síðustu vítaspyrnu sinni og fóru leikar 2-1, þrjú mörk skoruð. Það rímar við heimildir Tipsbladet, sem hefur eftir mönnum sem þekkja vel til í heimi veðmálafyrirtækja, að óvenju mörg veðmál hafi verið lög á umræddan leik og að það yrðu skoruð yfir 2,5 mörk. Forráðamenn Ham/Kam fóru þess á leit við norska knattspyrnusambandið að málið yrði skoðað og er það nú komið inn á borð Evrópska knattspyrnusambandsins. „Norðmennirnir voru greinilega ekki sáttir og við styðjum það náttúrulega. Þetta á ekki að sjást í fótboltanum. Við erum með myndbönd til þess að styðja við málið og hægt að sýna fram á að eitthvað skuggalegt hafi átt sér stað. 100%.“
Danski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira