Mourinho útskýrði af hverju hann hafnaði enska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 23:31 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalska knattspyrnustjóranum José Mourinho bauðst á sínum tíma að taka við enska landsliðinu en ákvað að afþakka það. Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið. Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira
Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið.
Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira