Gylfi í góðum gír á Spáni og vonast til að spila um EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 15:10 Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein í október. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sinnir nú endurhæfingu sinni eftir meiðsli, á Spáni, með aðstoð sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar sem áður var sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira