Gylfi í góðum gír á Spáni og vonast til að spila um EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 15:10 Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein í október. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sinnir nú endurhæfingu sinni eftir meiðsli, á Spáni, með aðstoð sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar sem áður var sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira