Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Keflavík 72-76 | Seiglusigur hjá toppliðinu á Ásvöllum Siggeir Ævarsson skrifar 14. febrúar 2024 22:00 Birna Benónýsdóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík í kvöld Vísir/Hulda Margrét Keflavík hafði betur gegn Haukum eftir æsispennandi leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Haukar höfði tækifæri til að jafna undir lokin en Keira Robinson klikkaði á vítaskotum, fyrst óviljandi og svo viljandi til að reyna við tvö stig, en það leikplan fór úrskeiðis. Keflvíkingar unnu boltann og sigldu sigrinum heim. Haukakonur voru mjög ákveðnar í byrjun og virtust slá Keflvíkinga aðeins út af laginu. Keflvíkingar leiddu þó með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 16-17. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta af krafti en heimakonur komu sterkar til baka og lokuðu hálfleiknum með góðu áhlaupi. Lovísa Björt og Keira Robinson fagnaVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik 41-33 þar sem þær Tinna Guðrún og Keira Robinson fóru mikinn í sókn Hauka, með samanlagt 30 stig. Tinna var á þessum tímapunkti komin með 18 stig en bætti aðeins við þremur í seinni hálfleik og munaði um minna fyrir Hauka. Tinna Guðrún fór á kostum í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn hélt áfram að sveiflast fram og til baka í seinni hálfleik. Keflvíkingar fóru vel af stað en Haukarnir komu til baka. Heimakonur hittu á góðan dag fyrir utan og settu ellefu þrista gegn sjö frá Keflavík, og nokkrir þeirra komu á ögurstundu og jafnvel upp úr mjög erfiðum færum. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Keira Robinson kom Haukum tveimur stigum yfir, 72-70, þegar um tvær mínútur voru eftir. Keflvíkingar fóru svo í langa og nokkuð erfiða sókn sem endaði á að Sara Rún náði í sóknarfrákast og jafnaði leikinn. Þegar um hálf mínúta var til leiksloka endurtók sagan sig nokkur veginn en nú var það Elisa Pinzan sem sótti sóknarfrákastið og Keflavík komið yfir, 72-74. Keira Robinson, sem skoraði tíu stig í leikhlutanum, keyrði á körfuna og sótti villu og tíu sekúndur á klukkunni. Hún fór á vítalínuna en brenndi af fyrra vítinu og ákvað þá að freista þess að sækja sóknarfrákastið og negldi boltanum í hringinn. Það fór þó ekki betur en svo að Keflavík náði frákastinu og það tók Hauka fimm sekúndur að brjóta. Wallen fór á vítalínuna, setti bæði og tíminn of naumur fyrir Hauka. Lokatölur í Hafnarfirði 72-76, í hörkuleik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Af hverju vann Keflavík? Við skrifum þennan á seigluna. Sara Rún og Elisa Pinzan sóttu tvö rándýr sóknarfráköst í lokin og snéru leiknum í raun með þeim fjórum stigum sem komu í kjölfarið. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var Keira Robinson frábær í seinni hálfleik. Skoraði 26 stig alls, tók ellefu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti mjög góðan fyrri hálfleik en hvarf eiginlega í þeim seinni, 21 stig frá henni þegar upp var staðið. Keira Robinson reyndi hvað hún gat að klára leikinn en hafði ekki árangur sem erfiði að þessu sinniVísir/Hulda Margrét Hjá Keflavík var Birna Benónýsdóttir stigahæst með 20 stig. Daniela Wallen bauð upp á glæsilega tröllatvennu, 15 stig og 15 fráköst. Daniela Wallen fær óblíðar móttökur frá Sólrúnu InguVísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Haukar taka á móti Njarðvík þann 20. febrúar og daginn eftir fá Keflvíkingar granna sína úr Grindavík í heimsókn. Sverrir Þór: „Í svona jöfnum leik er stutt á milli“ Sverrir Þór ósáttur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þá greiningu blaðamanns að þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var og var virkilega ánægður með að hann hafi lent Keflavíkurmegin að lokum. „Algjörlega. Haukastelpurnar voru að spila mjög vel og ég er rosalega ánægður bara að hafa náð að klára þennan leik, það er bara frábært. Við vorum ekkert spes í fyrri og þær voru náttúrulega að hitta gríðarlega vel. En við fannst við spila helvíti vel í seinni, allt annað að sjá til okkar. Miklu meiri samstaða, leikmenn að hjálpast að og vorum að fá stig úr nokkrum áttum. Þannig að þetta er bara mjög góður sigur.“ „Í svona jöfnum leik er stutt á milli. Stundum hélt ég að við værum að vera komnar með þetta en þær komu alltaf með stóra körfu til að jafna eða komast yfir. Keira var náttúrulega alveg svakalega góða. Á tímabili fannst mér hún varla vera að skjóta boltanum. Mér fannst hún bara kasta honum einhvern veginn og þetta fór allt ofan í. En það voru dýrmæt sóknarfráköstin hjá Söru eitt og Elisu. Það fór langt með þetta.“ Aðspurður um hvort það hefði verið hluti af leikplaninu í seinni hálfleik að stoppa Tinnu Guðrúnu viðurkenndi Sverrir að það hefði klárlega verið eitthvað sem rætt var um í klefanum. „Auðvitað töluðum við um að við þyrftum að hægja á Tinnu. Hún var búin að vera að skjóta upp úr drippli og labba framhjá okkur og það var lykilatriði. En við vildum líka reyna að halda Keiru svolítið frá boltanum.“ „Það gekk ekki nógu vel en á ákveðnum augnablikum samt og kannski var hún orðin þreytt í restina af því að það var búið að vera að reyna að djöflast í henni. Það er bara svo hættulegt að fara bara að hugsa alveg um tvær því Haukar eru með svo margar sem geta skotið, eru með góða skotmenn.“ Sverrir hrósaði Haukaliðinu að lokum og sagði að það væri ekkert gefið í deildinni á lokasprettinum. „Það vita allir að þetta Haukalið, það eru búin að vera meiðsli á þeim í vetur og það hafa verið að tínast inn leikmenn og þær eru komnar með svolítið stóran og fínan hóp, ég held að þetta sé nánast liðið sem varð bikarmeistar síðustu þrjú árin og hafa verið í úrslitakeppninni og hafa orðið Íslandsmeistarar. Þetta er ekkert eitthvað 5. sætis lið þannig, deildin er bara rosalega sterk. Eins og sést bara með Njarðvík, Grindavík og Keflavík, en Haukar geta unnið hvern sem er á góðum degi.“ Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Keflavík hafði betur gegn Haukum eftir æsispennandi leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Haukar höfði tækifæri til að jafna undir lokin en Keira Robinson klikkaði á vítaskotum, fyrst óviljandi og svo viljandi til að reyna við tvö stig, en það leikplan fór úrskeiðis. Keflvíkingar unnu boltann og sigldu sigrinum heim. Haukakonur voru mjög ákveðnar í byrjun og virtust slá Keflvíkinga aðeins út af laginu. Keflvíkingar leiddu þó með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 16-17. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta af krafti en heimakonur komu sterkar til baka og lokuðu hálfleiknum með góðu áhlaupi. Lovísa Björt og Keira Robinson fagnaVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik 41-33 þar sem þær Tinna Guðrún og Keira Robinson fóru mikinn í sókn Hauka, með samanlagt 30 stig. Tinna var á þessum tímapunkti komin með 18 stig en bætti aðeins við þremur í seinni hálfleik og munaði um minna fyrir Hauka. Tinna Guðrún fór á kostum í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn hélt áfram að sveiflast fram og til baka í seinni hálfleik. Keflvíkingar fóru vel af stað en Haukarnir komu til baka. Heimakonur hittu á góðan dag fyrir utan og settu ellefu þrista gegn sjö frá Keflavík, og nokkrir þeirra komu á ögurstundu og jafnvel upp úr mjög erfiðum færum. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Keira Robinson kom Haukum tveimur stigum yfir, 72-70, þegar um tvær mínútur voru eftir. Keflvíkingar fóru svo í langa og nokkuð erfiða sókn sem endaði á að Sara Rún náði í sóknarfrákast og jafnaði leikinn. Þegar um hálf mínúta var til leiksloka endurtók sagan sig nokkur veginn en nú var það Elisa Pinzan sem sótti sóknarfrákastið og Keflavík komið yfir, 72-74. Keira Robinson, sem skoraði tíu stig í leikhlutanum, keyrði á körfuna og sótti villu og tíu sekúndur á klukkunni. Hún fór á vítalínuna en brenndi af fyrra vítinu og ákvað þá að freista þess að sækja sóknarfrákastið og negldi boltanum í hringinn. Það fór þó ekki betur en svo að Keflavík náði frákastinu og það tók Hauka fimm sekúndur að brjóta. Wallen fór á vítalínuna, setti bæði og tíminn of naumur fyrir Hauka. Lokatölur í Hafnarfirði 72-76, í hörkuleik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Af hverju vann Keflavík? Við skrifum þennan á seigluna. Sara Rún og Elisa Pinzan sóttu tvö rándýr sóknarfráköst í lokin og snéru leiknum í raun með þeim fjórum stigum sem komu í kjölfarið. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum var Keira Robinson frábær í seinni hálfleik. Skoraði 26 stig alls, tók ellefu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti mjög góðan fyrri hálfleik en hvarf eiginlega í þeim seinni, 21 stig frá henni þegar upp var staðið. Keira Robinson reyndi hvað hún gat að klára leikinn en hafði ekki árangur sem erfiði að þessu sinniVísir/Hulda Margrét Hjá Keflavík var Birna Benónýsdóttir stigahæst með 20 stig. Daniela Wallen bauð upp á glæsilega tröllatvennu, 15 stig og 15 fráköst. Daniela Wallen fær óblíðar móttökur frá Sólrúnu InguVísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Haukar taka á móti Njarðvík þann 20. febrúar og daginn eftir fá Keflvíkingar granna sína úr Grindavík í heimsókn. Sverrir Þór: „Í svona jöfnum leik er stutt á milli“ Sverrir Þór ósáttur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þá greiningu blaðamanns að þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var og var virkilega ánægður með að hann hafi lent Keflavíkurmegin að lokum. „Algjörlega. Haukastelpurnar voru að spila mjög vel og ég er rosalega ánægður bara að hafa náð að klára þennan leik, það er bara frábært. Við vorum ekkert spes í fyrri og þær voru náttúrulega að hitta gríðarlega vel. En við fannst við spila helvíti vel í seinni, allt annað að sjá til okkar. Miklu meiri samstaða, leikmenn að hjálpast að og vorum að fá stig úr nokkrum áttum. Þannig að þetta er bara mjög góður sigur.“ „Í svona jöfnum leik er stutt á milli. Stundum hélt ég að við værum að vera komnar með þetta en þær komu alltaf með stóra körfu til að jafna eða komast yfir. Keira var náttúrulega alveg svakalega góða. Á tímabili fannst mér hún varla vera að skjóta boltanum. Mér fannst hún bara kasta honum einhvern veginn og þetta fór allt ofan í. En það voru dýrmæt sóknarfráköstin hjá Söru eitt og Elisu. Það fór langt með þetta.“ Aðspurður um hvort það hefði verið hluti af leikplaninu í seinni hálfleik að stoppa Tinnu Guðrúnu viðurkenndi Sverrir að það hefði klárlega verið eitthvað sem rætt var um í klefanum. „Auðvitað töluðum við um að við þyrftum að hægja á Tinnu. Hún var búin að vera að skjóta upp úr drippli og labba framhjá okkur og það var lykilatriði. En við vildum líka reyna að halda Keiru svolítið frá boltanum.“ „Það gekk ekki nógu vel en á ákveðnum augnablikum samt og kannski var hún orðin þreytt í restina af því að það var búið að vera að reyna að djöflast í henni. Það er bara svo hættulegt að fara bara að hugsa alveg um tvær því Haukar eru með svo margar sem geta skotið, eru með góða skotmenn.“ Sverrir hrósaði Haukaliðinu að lokum og sagði að það væri ekkert gefið í deildinni á lokasprettinum. „Það vita allir að þetta Haukalið, það eru búin að vera meiðsli á þeim í vetur og það hafa verið að tínast inn leikmenn og þær eru komnar með svolítið stóran og fínan hóp, ég held að þetta sé nánast liðið sem varð bikarmeistar síðustu þrjú árin og hafa verið í úrslitakeppninni og hafa orðið Íslandsmeistarar. Þetta er ekkert eitthvað 5. sætis lið þannig, deildin er bara rosalega sterk. Eins og sést bara með Njarðvík, Grindavík og Keflavík, en Haukar geta unnið hvern sem er á góðum degi.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti