Eyþóra valin íþróttakona ársins í Rotterdam Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 14:31 Eyþóra Þórsdóttir er í hópi fremstu fimleikakvenna heims og keppir á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Tom Weller Fimleikakonan Eyþóra Þórsdóttir var á dögunum útnefnd íþróttakona ársins í Rotterdam í Hollandi, eftir frábæran árangur á bæði EM og HM á síðasta ári. Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira