Gríðarlegt áfall á Hlíðarenda: „Leyfum okkur að vera daprir yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 10:03 Joshua Jefferson hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Val í vetur. Vísir / Hulda Margrét Valsmenn hafa orðið fyrir gríðarlegu áfalli, og vonir þeirra um Íslandsmeistaratitil í körfubolta minnkað til muna, eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson spilar ekki meira á leiktíðinni. Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur. Subway-deild karla Valur Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum