Blikar jafna Sögu á stigum Snorri Már Vagnsson skrifar 13. febrúar 2024 21:56 Bjarni "Topaz" Kristjánnsson og Bergur "Tight" Jóhannsson mættust á Nuke. Breiðablik sigraði Sögu í afar mikilvægum leik í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Fyrir leikinn áttu Saga tveggja stiga forskot á Blika. Leikurinn fór fram á Nuke og byrjuðu leikmenn Sögu í sókninni. Fyrstu tvær loturnar fóru til Sögu þar sem þeir misstu ekki mann. Góð byrjun Sögumanna hélt áfram er þeir sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en Blikar minnkuðu loks muninn í 1-4. Blikar héldu áfram að minnka muninn hægt og rólega í fyrri hálfleik, en eftir tíu lotur var staðan 4-6. Eftir slakar lotur hjá Sögu í lok hálfleiksins tókst Breiðabliki að jafna leikinn og forysta Sögu þar með fyrir bí. Staðan í hálfleik: Breiðablik 6-6 Saga Breiðablik héldu sér í fluggír fram í seinni hálfleikinn en þeir sigruðu heilar fimm lotur í röð, staðan þá 11-6. Saga héldu þó líflínu sinni er þeir sigruðu loks lotu, 11-7. Saga minnkaði muninn áfram og komust í 11-9 áður en Breiðablik komst á úrslitastig, 12-9. Saga komst í 12-10 og kom sér þar með í kjörstöðu til að halda sér í leiknum þar sem lítið var um peninga hjá liði Breiðabliks. Á ótrúlegan hátt tókst Blikum þó að snúa lotunni í höndum Sögu þar sem Topaz sigraði lotuna einn gegn tveimur leikmönnum. Blikar stóðu því uppi með sigurinn. Lokatölur: Breiðablik 13-10 Saga Breiðablik jafnar því Sögu á stigum, en bæði eru þau með 20 stig fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á laugardaginn. Þá mætir Breiðablik ÍA, sem hafa átt slapp gengi eftir áramót, en Saga mætir ÍBV sem enn eiga eftir að sigra lið á vellinum sjálfum, þrátt fyrir að vera með 4 stig eftir úrsögn Atlantic úr deildinni. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti
Leikurinn fór fram á Nuke og byrjuðu leikmenn Sögu í sókninni. Fyrstu tvær loturnar fóru til Sögu þar sem þeir misstu ekki mann. Góð byrjun Sögumanna hélt áfram er þeir sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en Blikar minnkuðu loks muninn í 1-4. Blikar héldu áfram að minnka muninn hægt og rólega í fyrri hálfleik, en eftir tíu lotur var staðan 4-6. Eftir slakar lotur hjá Sögu í lok hálfleiksins tókst Breiðabliki að jafna leikinn og forysta Sögu þar með fyrir bí. Staðan í hálfleik: Breiðablik 6-6 Saga Breiðablik héldu sér í fluggír fram í seinni hálfleikinn en þeir sigruðu heilar fimm lotur í röð, staðan þá 11-6. Saga héldu þó líflínu sinni er þeir sigruðu loks lotu, 11-7. Saga minnkaði muninn áfram og komust í 11-9 áður en Breiðablik komst á úrslitastig, 12-9. Saga komst í 12-10 og kom sér þar með í kjörstöðu til að halda sér í leiknum þar sem lítið var um peninga hjá liði Breiðabliks. Á ótrúlegan hátt tókst Blikum þó að snúa lotunni í höndum Sögu þar sem Topaz sigraði lotuna einn gegn tveimur leikmönnum. Blikar stóðu því uppi með sigurinn. Lokatölur: Breiðablik 13-10 Saga Breiðablik jafnar því Sögu á stigum, en bæði eru þau með 20 stig fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á laugardaginn. Þá mætir Breiðablik ÍA, sem hafa átt slapp gengi eftir áramót, en Saga mætir ÍBV sem enn eiga eftir að sigra lið á vellinum sjálfum, þrátt fyrir að vera með 4 stig eftir úrsögn Atlantic úr deildinni.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti