Blikar jafna Sögu á stigum Snorri Már Vagnsson skrifar 13. febrúar 2024 21:56 Bjarni "Topaz" Kristjánnsson og Bergur "Tight" Jóhannsson mættust á Nuke. Breiðablik sigraði Sögu í afar mikilvægum leik í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Fyrir leikinn áttu Saga tveggja stiga forskot á Blika. Leikurinn fór fram á Nuke og byrjuðu leikmenn Sögu í sókninni. Fyrstu tvær loturnar fóru til Sögu þar sem þeir misstu ekki mann. Góð byrjun Sögumanna hélt áfram er þeir sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en Blikar minnkuðu loks muninn í 1-4. Blikar héldu áfram að minnka muninn hægt og rólega í fyrri hálfleik, en eftir tíu lotur var staðan 4-6. Eftir slakar lotur hjá Sögu í lok hálfleiksins tókst Breiðabliki að jafna leikinn og forysta Sögu þar með fyrir bí. Staðan í hálfleik: Breiðablik 6-6 Saga Breiðablik héldu sér í fluggír fram í seinni hálfleikinn en þeir sigruðu heilar fimm lotur í röð, staðan þá 11-6. Saga héldu þó líflínu sinni er þeir sigruðu loks lotu, 11-7. Saga minnkaði muninn áfram og komust í 11-9 áður en Breiðablik komst á úrslitastig, 12-9. Saga komst í 12-10 og kom sér þar með í kjörstöðu til að halda sér í leiknum þar sem lítið var um peninga hjá liði Breiðabliks. Á ótrúlegan hátt tókst Blikum þó að snúa lotunni í höndum Sögu þar sem Topaz sigraði lotuna einn gegn tveimur leikmönnum. Blikar stóðu því uppi með sigurinn. Lokatölur: Breiðablik 13-10 Saga Breiðablik jafnar því Sögu á stigum, en bæði eru þau með 20 stig fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á laugardaginn. Þá mætir Breiðablik ÍA, sem hafa átt slapp gengi eftir áramót, en Saga mætir ÍBV sem enn eiga eftir að sigra lið á vellinum sjálfum, þrátt fyrir að vera með 4 stig eftir úrsögn Atlantic úr deildinni. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti
Leikurinn fór fram á Nuke og byrjuðu leikmenn Sögu í sókninni. Fyrstu tvær loturnar fóru til Sögu þar sem þeir misstu ekki mann. Góð byrjun Sögumanna hélt áfram er þeir sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en Blikar minnkuðu loks muninn í 1-4. Blikar héldu áfram að minnka muninn hægt og rólega í fyrri hálfleik, en eftir tíu lotur var staðan 4-6. Eftir slakar lotur hjá Sögu í lok hálfleiksins tókst Breiðabliki að jafna leikinn og forysta Sögu þar með fyrir bí. Staðan í hálfleik: Breiðablik 6-6 Saga Breiðablik héldu sér í fluggír fram í seinni hálfleikinn en þeir sigruðu heilar fimm lotur í röð, staðan þá 11-6. Saga héldu þó líflínu sinni er þeir sigruðu loks lotu, 11-7. Saga minnkaði muninn áfram og komust í 11-9 áður en Breiðablik komst á úrslitastig, 12-9. Saga komst í 12-10 og kom sér þar með í kjörstöðu til að halda sér í leiknum þar sem lítið var um peninga hjá liði Breiðabliks. Á ótrúlegan hátt tókst Blikum þó að snúa lotunni í höndum Sögu þar sem Topaz sigraði lotuna einn gegn tveimur leikmönnum. Blikar stóðu því uppi með sigurinn. Lokatölur: Breiðablik 13-10 Saga Breiðablik jafnar því Sögu á stigum, en bæði eru þau með 20 stig fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á laugardaginn. Þá mætir Breiðablik ÍA, sem hafa átt slapp gengi eftir áramót, en Saga mætir ÍBV sem enn eiga eftir að sigra lið á vellinum sjálfum, þrátt fyrir að vera með 4 stig eftir úrsögn Atlantic úr deildinni.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti