Vorið ekki komið þó snjórinn fari og hitinn hækki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 18:56 Snjóþekjan sem víða hefur legið yfir gæti verið á undanhaldi. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir vorið ekki á næsta leyti, þó rauðar hitatölur séu farnar að sjást á kortum Veðurstofunnar fyrir helgina. Hins vegar megi eiga von á því að snjór á láglendi fari að hopa. „Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“ Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
„Sólin er farin að vera það hátt á lofti að hún er farin að hita, og það gerir okkur gott. Við finnum fyrir því að fara út og auðvitað fær maður svona vorfiðring við það að daginn lengi. En það er svo langt í það að fari að vora því það er auðvitað ennþá kalt, snjór yfir öllu saman og við eigum meira en helminginn af febrúar eftir og allan marsmánuð,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. Lægðirnar séu þá ekki heldur að baki. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Komandi helgi er útlit fyrir að hiti verði yfir frostmarki víðast hvar á landinu. Á laugardag er til að mynda spáð allt að átta stiga hita á suðvesturhorninu, en daginn eftir er spáð allt að tíu stiga hita á Akureyri. Einar segir þetta stafa af því að mun mildara loft sunnan úr höfum sé nú á leið til landsins. „Það hefur ekki verið mikið af svoleiðis skotum, allavega ekki frá því á aðventunni.“ Þarf að rigna hressilega fyrir sunnan Einar segir óhætt að gera ráð fyrir asahláku. „Maður skilgreinir asahlákun frekar þröngt. Það þarf að vera hlýtt í heilan sólarhring og hitinn þarf að ná sex til níu stigum á láglendi og helst tíu á Norðurlandi. Það þarf að rigna dálítið hressilega um sunnanvert landið og vera vindur.“ Ef spáin gangi eftir fari það langt með að bræða þann snjó sem nú er að finna á láglendi. Þá megi gera ráð fyrir því að hlýni eftir að snjórinn hopar. Dægursveiflan mætt „Ef snjórinn fer þá byrjar sólin af örlitlum og auknum mæli að hita upp yfirborðið. Þá verður meiri dægursveifla í hitanum, það verður hlýrra á daginn og svo kalt á nóttunni.“ Nú sé kominn sá tími ársins þar sem dægursveiflu í hitastigi sé aftur farið að gæta. Lengri tíma spár geri ráð fyrir því að háþrýstisvæði komi nálægt landinu. „Það er bara spurning hvort hún nái að beina til okkar ískaldri norðanátt eða aðeins mildari sunnanátt. Það fer eftir staðsetningunni á hæðinni. Það er óljóst ennþá,“ segir Einar. Stóra spurningin varðandi veðurspá næstu viku sé hversu langvin hlákan verður. „Verður hún yfir helgina og kólnar svo strax aftur eftir helgi, eða nær hún eitthvað fram í næstu viku? Það er bara langt í það og þessar reiknuðu veðurspár eru bara dálítið út og suður með framtíðina í þeim efnum.“
Veður Tengdar fréttir Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. 13. febrúar 2024 07:13