Lennon hættur eftir hundrað mörk: „Ekki eitthvað sem ég planaði“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 15:30 Steven Lennon er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar. vísir/Hulda Margrét Skoski knattspyrnumaðurinn Steven Lennon, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, er hættur að spila fótbolta og hefur snúið sér að þjálfun. Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir. Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir.
Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti