Á einhver heima í þessari íbúð? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:01 Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Leigumarkaður Húsnæðismál Deilihagkerfi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun