Konur hverfa úr forystu KSÍ og aðeins karlar í framboði Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz hafa báðar ákveðið að hætta hjá KSÍ. vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ljóst að þrjár konur sem verið hafa í fararbroddi Knattspyrnusambands Íslands síðustu ár munu kveðja sambandið í þessum mánuði. Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira