Lærir spænsku til að heilla forráðamenn Barca Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 23:15 Hansi Flick var landsliðsþjálfari Þjóðverja þar til í september síðastliðnum þegar honum var sagt upp störfum. Vísir/Getty Barcelona er í leit að nýjum knattspyrnustjóra þar sem Xavi mun láta af störfum eftir tímabilið. Margir hafa orðað Jurgen Klopp við starfið en annar Þjóðverji er líka inni í myndinni. Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira