Segja Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Alberti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 10:46 Albert Guðmundsson virðist ætla að verða eftirsóttur biti í sumar. Gabriele Maltinti/Getty Images Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Newcastle hafa áhuga á því að fá íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson í sínar raðir í sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu. Það er ítalski miðillinn Calciomercato sem greinir frá því að ensku liðin hafi áhuga á Alberti, en Albert er í dag leikmaður ítalska félagsins Genoa. Albert hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Genoa á tímabilinu þar sem hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur tvö fyrir liðsfélaga sína. 😏 Tottenham are planning another raid on Genoa, with thriving forward Albert Gudmundsson emerging as a target for Ange Postecoglou's sideGenoa know he will likely leave this summer and have set their asking price💰⤵https://t.co/oG4cFoMjtw— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 10, 2024 Framtíð Alberts hefur verið á milli tannana á fólki undanfarnar vikur og mánuði og hefur hann verið orðaður við hin ýmsu stórlið á Ítalíu. Þar hafa lið á borð við AC Milan og Juventus verið nefnd til sögunnar, en í félagsskiptaglugganum í janúarleit helst út fyrir að hann gæti verið á leið til Fiorentina. Þó varð ekkert úr þeim vistaskiptum þar sem Fiorentina var ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir leikmanninn. Genoa er sagt vilja fá í það minnsta 30 milljónir evra fyrir Albert, sem samsvarar tæpum fjórum og hálfum milljarði króna. Nú eru félög í ensku úrvalsdeildinni einnig sögð ætla að blanda sér í baráttuna um Albert og verður fróðlegt að sjá hvernig það þróast. Alls hefur Albert leikið 67 deildarleiki fyrir Genoa og skorað í þeim 21 mark. Þá hefur hann einni leikið fyrir AZ Alkmaar og PSV í Hollandi, en hann á einnig að baki 35 leiki fyrir íslenska landsliðið. Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira
Það er ítalski miðillinn Calciomercato sem greinir frá því að ensku liðin hafi áhuga á Alberti, en Albert er í dag leikmaður ítalska félagsins Genoa. Albert hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Genoa á tímabilinu þar sem hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur tvö fyrir liðsfélaga sína. 😏 Tottenham are planning another raid on Genoa, with thriving forward Albert Gudmundsson emerging as a target for Ange Postecoglou's sideGenoa know he will likely leave this summer and have set their asking price💰⤵https://t.co/oG4cFoMjtw— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 10, 2024 Framtíð Alberts hefur verið á milli tannana á fólki undanfarnar vikur og mánuði og hefur hann verið orðaður við hin ýmsu stórlið á Ítalíu. Þar hafa lið á borð við AC Milan og Juventus verið nefnd til sögunnar, en í félagsskiptaglugganum í janúarleit helst út fyrir að hann gæti verið á leið til Fiorentina. Þó varð ekkert úr þeim vistaskiptum þar sem Fiorentina var ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir leikmanninn. Genoa er sagt vilja fá í það minnsta 30 milljónir evra fyrir Albert, sem samsvarar tæpum fjórum og hálfum milljarði króna. Nú eru félög í ensku úrvalsdeildinni einnig sögð ætla að blanda sér í baráttuna um Albert og verður fróðlegt að sjá hvernig það þróast. Alls hefur Albert leikið 67 deildarleiki fyrir Genoa og skorað í þeim 21 mark. Þá hefur hann einni leikið fyrir AZ Alkmaar og PSV í Hollandi, en hann á einnig að baki 35 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira