„Þurftum að fara varlega með Trent“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 23:15 Jurgen Klopp fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann hafi þurft að fara varlega með Trent Alexander-Arnold sem fór af velli í hálfleik í sigri Liverpool gegn Burnley í dag. Hann segir mörg lið vera í baráttunni um titilinn. Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka. Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka.
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira