Veðbankarnir stórtapa ef Kelce skorar í Super Bowl í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 10:00 Travis Kelce og Taylor Swift eftir sigur Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Hann skoraði snertimark í leiknum. Getty/Patrick Smith Yfirmenn veðbankanna í Bandaríkjunum verða á nálum þegar boltinn fer nálægt innherjanum Travis Kelce í Super Bowl leiknum í kvöld. Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NFL Ofurskálin Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NFL Ofurskálin Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira