Leggja til sumarfrí í íslenskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:45 Leikmannasamtök Íslands leggja til að gert verði fjögurra vikna hlé á keppni í meistaraflokkum karla og kvenna. Þá geti leikmenn einnig fengið 14 daga frí frá æfingum. Vísir/Diego Stjórn Leikmannasamtaka Íslands leggur til að á ársþingi KSÍ verði samþykkt að innleitt verði sumerhlé á keppnistímabili í Íslandsmóti mestaraflokka í knattspyrnu á Íslandi. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira