Pavel: Verðum að vera auðmjúkir Árni Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2024 22:00 Stjarnan - Tindastóll Subway deild karla vor 2024 Vísir/Pawel Cieslikiewicz Pavel Ermolinskij gat verið ánægður með sigurinn og frammistöðuna í kvöld en taldi að þetta væri lítið skref og að auðmýktin þyrfti að vera í forrúmi. Tindastóll vann Stjörnuna í Garðabæ og það er fyrsti sigur Stólanna þar í bæ í 62 mánuði. 71-76 urðu lokatölur og Tindastóll er komið inn fyrir línuna í áttunda sætið. „Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik