Gleymdu að ýta á senda takkann og McGuire fer ekki fet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 16:00 Duncan McGuire lék sinn fyrsta landsleik á dögunum en hann fær ekki að spila í enska boltanum á þessu tímabili. Getty/Brien Aho Bandaríski landsliðsmaðurinn Duncan McGuire ætlaði að klára tímabilið með Íslendingaliðinu Blackburn Rovers í ensku b-deildinni en ekkert verður að því. Það var þó ekki af því að leikmaðurinn eða liðin vildu það ekki heldur vegna mistaka á skrifstofu enska félagsins. McGuire átti að fara á láni í sex mánuði frá Orlando City til Blackburn og bandaríska félagið hafði meira að segja tilkynnt um brottför framherjans. Exact nature of the paperwork error at the heart of Blackburn s Duncan McGuire deal,The club thought they clicked submit paperwork before the deadline, but they only clicked save . When they realized it wasn t submitted, the window had already shuthttps://t.co/S5fgFWX7YR— Tom Bogert (@tombogert) February 6, 2024 Blackburn klúðraði hins vegar algjörlega málunum með því að gleyma að ýta á senda takkann þegar allir pappírarnir voru klárir. Starfsmaður Blackburn vistaði upplýsingarnar í kerfinu en áttaði sig ekki á því að hann þurfti að ýta á senda líka. Gögnin skiluðu sér því ekki áður en félagsskiptaglugginn lokaði 1. febrúar síðastliðinn og enska deildin samþykkti þau þar af leiðandi ekki. Blackburn áfrýjaði því og reyndi að fá undanþágu vegna þessara mistaka en yfirmenn ensku deildarkeppninnar höfnuðu þeirri beiðni í gær. McGuire er 23 ára og 185 sentimetra framherji sem snýr nú aftur til Flórída til að spila áfram með Orlando City. McGuire skoraði 13 mörk í 16 deildarleikjum með Orlando á síðustu leiktíð og spilaði sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar með Blackburn Rovers. BREAKING: Blackburn Rovers has been unsuccessful in its attempts to sign Duncan McGuire on loan from MLS side Orlando City pic.twitter.com/hEEOhBKD61— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 8, 2024 Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Það var þó ekki af því að leikmaðurinn eða liðin vildu það ekki heldur vegna mistaka á skrifstofu enska félagsins. McGuire átti að fara á láni í sex mánuði frá Orlando City til Blackburn og bandaríska félagið hafði meira að segja tilkynnt um brottför framherjans. Exact nature of the paperwork error at the heart of Blackburn s Duncan McGuire deal,The club thought they clicked submit paperwork before the deadline, but they only clicked save . When they realized it wasn t submitted, the window had already shuthttps://t.co/S5fgFWX7YR— Tom Bogert (@tombogert) February 6, 2024 Blackburn klúðraði hins vegar algjörlega málunum með því að gleyma að ýta á senda takkann þegar allir pappírarnir voru klárir. Starfsmaður Blackburn vistaði upplýsingarnar í kerfinu en áttaði sig ekki á því að hann þurfti að ýta á senda líka. Gögnin skiluðu sér því ekki áður en félagsskiptaglugginn lokaði 1. febrúar síðastliðinn og enska deildin samþykkti þau þar af leiðandi ekki. Blackburn áfrýjaði því og reyndi að fá undanþágu vegna þessara mistaka en yfirmenn ensku deildarkeppninnar höfnuðu þeirri beiðni í gær. McGuire er 23 ára og 185 sentimetra framherji sem snýr nú aftur til Flórída til að spila áfram með Orlando City. McGuire skoraði 13 mörk í 16 deildarleikjum með Orlando á síðustu leiktíð og spilaði sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar með Blackburn Rovers. BREAKING: Blackburn Rovers has been unsuccessful in its attempts to sign Duncan McGuire on loan from MLS side Orlando City pic.twitter.com/hEEOhBKD61— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 8, 2024
Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira