Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 10:31 Lamar Jackson með verðlaun sín sem mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar. AP/Matt York Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira