„Ég er óánægðastur með atvinnumennina mína“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. febrúar 2024 22:12 Maté Dalmay hefur fáar ástæður til að brosa þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, mátti sætta sig við enn einn tapið í Subway-deild karla í kvöld þegar Haukar töpuðu á útivelli gegn toppliði Vals, 82-72. Hann kallaði eftir því að hans sterkustu leikmenn færu að stíga upp og sýna hvað þeir fá borgað fyrir. „Fullt af hlutum sem gengu vel upp í vörn en við erum ekki að ná að skora neinar auðveldar körfur. Við fáum á okkur ruðninga og tapaða bolta upp úr hraðaupphlaupum. Á einhverjum tímapuntki vera bara einhverjir leikmenn að sýna einhver einstaklingsgæði.“ „Þetta er svolítið sagan okkar eftir áramót. Við höfum aldrei fengið einhvern skell. Við erum alltaf að tapa með tíu stigum. Alltaf. Það vantar alltaf eitthvað meira. Það sem situr eftir í hausnum á mér er að þegar við náum að tengja tvær þrjár varnir og erum að koma sex stigum niður í fjögur, eða tíu stigum niður í átta. Öll þessi móment klúðrast.“ Maté rifjaði í þessu samhengi upp hvernig liðið tapaði leik gegn Valsliðinu í fyrra. „Ekki eins og í fyrra. Þá kom Kári og setti tvo þrista bara af driplinu. Einstaklingsgæði hins liðsins bjuggu til þennan tíu stiga mun aftur. Í dag, þá bara hlaupa David Okeke og De‘Sean Parsons mennina sína ítrekað niður. Þeir senda hann ekki eða þeir senda hann of seint. Ákvarðanatakan hjá okkur í auðveldum færum er upp á núll.“ Neistinn ekki til staðar Það var ekki að sjá á leik Hauka að það væri mikið undir í leiknum í kvöld. Neistinn virtist hreinlega ekki vera til staðar og Maté tók undir það. „Já, og hann er bara ekki búinn að vera til staðar.“ Hvar geturðu fundið hann á þessum tímapunkti, nú þegar tímabilið er að hlaupa frá ykkur? „Ég held að menn þurfi bara að byrja svolítið á sjálfum sér. Til hvers eru þeir í körfubolta? Ég held að það sé enginn sem taldi einhverja möguleika á að værum að fara í úrslitakeppnina. Innst inni er enginn sem trúir því í liðinu eða í kringum Hauka að við séum að fara að vinna sex sjö leiki í röð og Tindastóll eða Stjarnan tapi fimm af sjö.“ „Fyrir mér snýst þetta meira um það mæta hérna og gefa allt sem þú átt því þú ert í körfubolta og í keppnisíþrótt á hæsta stigi á Íslandi. Ég er held ég bara óánægðastur með atvinnumennina mína í þessu. Ég efast ekkert um það að Hilmir eða Kristófer Breki eða Daði Lár gefi líf og sál í þetta. En það eru ekki þeir, með fullri virðingu, sem eru að fara að vinna topplið Vals. Það þarf að koma frá toppunum í liðinu.“ Maté var yfirlýsingaglaður fyrir tímabilið og sagði Hauka ætla að vinna alla titla í öllum flokkum. Það markmið er klárlega runnið Haukum úr greipum en Maté er þó ekki af baki dottinn og í raun ekki svekktur, í það minnsta ekki lengur. „Við getum nú ennþá unnið alla yngri flokkana, við erum góðir þar! Eins og ég var að tala um inni í klefa. Fáum allavega það út úr þessu að Hilmir og Kristófer Breki verði tilbúnari á næstu leiktíð. Að Hugi verði tilbúnari á næstu leiktíð. Tómas Orri, tvítugur, ekki með okkur núna. Við þurfum alla vega að ná að smíða íslenskan kjarna fyrir næstu leiktíð og verða betri.“ „En svekktur? Ég er kominn yfir það. Ég gerði mér grein fyrir því þegar við sprengdum upp liðið okkar fyrir jól að við vorum ekki að fara að verða Íslandsmeistarar. Það hefðu íslenskir leikmenn þurft að springa út. Sigvaldi með höfuðmeiðsli og svo fleiri sem hefðu þurft að taka einhver skref eins og við sáum leikmenn gera í fyrra hjá okkur. Það náðist ekki. Svo er náttúrulega lykilmannarótið á okkur búið að vera mjög vont, upp á að ná einhverjum markmiðum.“ Þrátt fyrir að vera farinn að hugsa til framtíðar er Maté þó enn með fókusinn á þessu tímabili, enda Haukar enn tölfræðilega séð í fallbaráttu. „Nei, við þurfum að taka einhverja sigra. Blikarnir eru búnir að vera í dauðafæri að vinna einhverja leiki. Ég er ekki að segja að þeir séu að fara að taka þrjá af sex, en segjum að þeir vinni næsta leik og vinni svo Hamar, þá er þetta ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að vinna Stjörnuna í næstu viku, byrja á því. En ef lykilmenn mæta áhugalausir, þá nota ég frekar ungan íslenskan leikmann sem að gefur líf og sál. Og það er ekkert af því að ég er að gefast upp. Það er bara vegna þess að ég held að þá séu meiri möguleikar í því mómenti að vinna helvítis leikinn.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Fullt af hlutum sem gengu vel upp í vörn en við erum ekki að ná að skora neinar auðveldar körfur. Við fáum á okkur ruðninga og tapaða bolta upp úr hraðaupphlaupum. Á einhverjum tímapuntki vera bara einhverjir leikmenn að sýna einhver einstaklingsgæði.“ „Þetta er svolítið sagan okkar eftir áramót. Við höfum aldrei fengið einhvern skell. Við erum alltaf að tapa með tíu stigum. Alltaf. Það vantar alltaf eitthvað meira. Það sem situr eftir í hausnum á mér er að þegar við náum að tengja tvær þrjár varnir og erum að koma sex stigum niður í fjögur, eða tíu stigum niður í átta. Öll þessi móment klúðrast.“ Maté rifjaði í þessu samhengi upp hvernig liðið tapaði leik gegn Valsliðinu í fyrra. „Ekki eins og í fyrra. Þá kom Kári og setti tvo þrista bara af driplinu. Einstaklingsgæði hins liðsins bjuggu til þennan tíu stiga mun aftur. Í dag, þá bara hlaupa David Okeke og De‘Sean Parsons mennina sína ítrekað niður. Þeir senda hann ekki eða þeir senda hann of seint. Ákvarðanatakan hjá okkur í auðveldum færum er upp á núll.“ Neistinn ekki til staðar Það var ekki að sjá á leik Hauka að það væri mikið undir í leiknum í kvöld. Neistinn virtist hreinlega ekki vera til staðar og Maté tók undir það. „Já, og hann er bara ekki búinn að vera til staðar.“ Hvar geturðu fundið hann á þessum tímapunkti, nú þegar tímabilið er að hlaupa frá ykkur? „Ég held að menn þurfi bara að byrja svolítið á sjálfum sér. Til hvers eru þeir í körfubolta? Ég held að það sé enginn sem taldi einhverja möguleika á að værum að fara í úrslitakeppnina. Innst inni er enginn sem trúir því í liðinu eða í kringum Hauka að við séum að fara að vinna sex sjö leiki í röð og Tindastóll eða Stjarnan tapi fimm af sjö.“ „Fyrir mér snýst þetta meira um það mæta hérna og gefa allt sem þú átt því þú ert í körfubolta og í keppnisíþrótt á hæsta stigi á Íslandi. Ég er held ég bara óánægðastur með atvinnumennina mína í þessu. Ég efast ekkert um það að Hilmir eða Kristófer Breki eða Daði Lár gefi líf og sál í þetta. En það eru ekki þeir, með fullri virðingu, sem eru að fara að vinna topplið Vals. Það þarf að koma frá toppunum í liðinu.“ Maté var yfirlýsingaglaður fyrir tímabilið og sagði Hauka ætla að vinna alla titla í öllum flokkum. Það markmið er klárlega runnið Haukum úr greipum en Maté er þó ekki af baki dottinn og í raun ekki svekktur, í það minnsta ekki lengur. „Við getum nú ennþá unnið alla yngri flokkana, við erum góðir þar! Eins og ég var að tala um inni í klefa. Fáum allavega það út úr þessu að Hilmir og Kristófer Breki verði tilbúnari á næstu leiktíð. Að Hugi verði tilbúnari á næstu leiktíð. Tómas Orri, tvítugur, ekki með okkur núna. Við þurfum alla vega að ná að smíða íslenskan kjarna fyrir næstu leiktíð og verða betri.“ „En svekktur? Ég er kominn yfir það. Ég gerði mér grein fyrir því þegar við sprengdum upp liðið okkar fyrir jól að við vorum ekki að fara að verða Íslandsmeistarar. Það hefðu íslenskir leikmenn þurft að springa út. Sigvaldi með höfuðmeiðsli og svo fleiri sem hefðu þurft að taka einhver skref eins og við sáum leikmenn gera í fyrra hjá okkur. Það náðist ekki. Svo er náttúrulega lykilmannarótið á okkur búið að vera mjög vont, upp á að ná einhverjum markmiðum.“ Þrátt fyrir að vera farinn að hugsa til framtíðar er Maté þó enn með fókusinn á þessu tímabili, enda Haukar enn tölfræðilega séð í fallbaráttu. „Nei, við þurfum að taka einhverja sigra. Blikarnir eru búnir að vera í dauðafæri að vinna einhverja leiki. Ég er ekki að segja að þeir séu að fara að taka þrjá af sex, en segjum að þeir vinni næsta leik og vinni svo Hamar, þá er þetta ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að vinna Stjörnuna í næstu viku, byrja á því. En ef lykilmenn mæta áhugalausir, þá nota ég frekar ungan íslenskan leikmann sem að gefur líf og sál. Og það er ekkert af því að ég er að gefast upp. Það er bara vegna þess að ég held að þá séu meiri möguleikar í því mómenti að vinna helvítis leikinn.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira