Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 17:19 Áhorfendur risu úr sætu og klöppuðum þeim bráðum fertuga úr Hlíðunum í Reykjavík lof í lófa. Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. Víkingur Heiðar nam við Julliard skóla í New York og var fastagestur á tónleikum í Carnegie Hall. Þá gat hann fengið ódýra nemendamiða sem þýddi að hann var í ódýrari sætum á efri svölum. Í gær steig hann á sviðið í fyrsta sinn. Uppselt var á tónleikana en Carnegie Hall tekur tæplega þrjú þúsund manns í sæti. Flestir af bestu píanistum sögunnar hafa spilað í salnum, flestir þeirra sem Víkingur hefur sjálfur dáðst að og litið upp til á leið sinni á toppinn. Í salnum var flygill frá Steinway og sons sem beið píanistans á miðju sviðinu. Víkingur á sviðinu fyrr um daginn og svo við auglýsingu fyrir tónleikana: Uppselt! Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi Víkings Heiðars þar sem hann flytur Goldberg-tilbrigði Johanns Sebastiasns Bach alls 88 sinnum í mörgum af glæsilegustu tónleikahúsum heims. Þannig fylgir hann á eftir útgáfu sinni á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Deutsche Grammophon. Það var greinilega stór stund fyrir Víking Heiðar að spila í Carnegie Hall, draumur að rætast og stund sem hann mun aldrei gleyma - eins og hann komst að orði á Instagram-síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Steinway & Sons (@steinwayandsons) Að tónleiknum loknum risu áhorfendur svo til allir sem einn úr sætum, klöppuðu honum lof í lófa og bravó heyrðist kallað eins og er vinsælt á klassískum tónleikum. Víkingur hneygði sig og þakkaði um leið hljóðfærinu fyrir sinn þátt í flutningnum. Fram undan eru þrennir tónleikar Víkings Heiðars í Hörpu í næstu viku. Fyrsta á sjálfan fertugsafmælisdaginn 14. febrúar, Valentínusardaginn. Í framhaldinu verða tónleikar á föstudagskvöldinu og sunnudagskvöldinu. Fjöldi gesta deildi myndum af Víkingi á samfélagsmiðlum. Til hægri má sjá merkingu á búningsklefa Víkings á tónleikunum. Maestro svítan. Goldberg-tilbrigði Johanns Sebastians Bach þykja eitt stórbrotnasta hljómborðsverk tónlistarsögunnar. Verkið er í formi 30 afar fjölbreyttra tilbrigða við hljómagang þýðrar og fallegrar aríu sem hljómar bæði í upphafi verksins og enda. Úr verður stórbrotið tónlistarlegt ferðalag þar sem fullkomin fágun í byggingu mætir tilfinningalegum krafti, heimspekilegri dýpt og ótrúlegri fingrafimi. Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk fremstu píanista heims og hefur á síðustu árum haft mikil áhrif á tónlistarheiminn, ekki síst í gegnum túlkun sína á verkum Bachs, en árið 2018 gaf Deutsche Grammophon út plötu hans sem helguð var verkum þýska barokkmeistarans. Hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og var meðal annars valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu BBC Music Magazine. Í kjölfarið var Víkingur útnefndur listamaður ársins hjá öðru breska tónlistartímariti, Gramophone Magazine auk þess að hljóta þýsku tónlistarverðlaunin Opus Klassik sem hljóðfæraleikari ársins. Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. 27. september 2023 13:19 Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guardian Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn. 25. september 2023 11:05 Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey. 6. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Víkingur Heiðar nam við Julliard skóla í New York og var fastagestur á tónleikum í Carnegie Hall. Þá gat hann fengið ódýra nemendamiða sem þýddi að hann var í ódýrari sætum á efri svölum. Í gær steig hann á sviðið í fyrsta sinn. Uppselt var á tónleikana en Carnegie Hall tekur tæplega þrjú þúsund manns í sæti. Flestir af bestu píanistum sögunnar hafa spilað í salnum, flestir þeirra sem Víkingur hefur sjálfur dáðst að og litið upp til á leið sinni á toppinn. Í salnum var flygill frá Steinway og sons sem beið píanistans á miðju sviðinu. Víkingur á sviðinu fyrr um daginn og svo við auglýsingu fyrir tónleikana: Uppselt! Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi Víkings Heiðars þar sem hann flytur Goldberg-tilbrigði Johanns Sebastiasns Bach alls 88 sinnum í mörgum af glæsilegustu tónleikahúsum heims. Þannig fylgir hann á eftir útgáfu sinni á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Deutsche Grammophon. Það var greinilega stór stund fyrir Víking Heiðar að spila í Carnegie Hall, draumur að rætast og stund sem hann mun aldrei gleyma - eins og hann komst að orði á Instagram-síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Steinway & Sons (@steinwayandsons) Að tónleiknum loknum risu áhorfendur svo til allir sem einn úr sætum, klöppuðu honum lof í lófa og bravó heyrðist kallað eins og er vinsælt á klassískum tónleikum. Víkingur hneygði sig og þakkaði um leið hljóðfærinu fyrir sinn þátt í flutningnum. Fram undan eru þrennir tónleikar Víkings Heiðars í Hörpu í næstu viku. Fyrsta á sjálfan fertugsafmælisdaginn 14. febrúar, Valentínusardaginn. Í framhaldinu verða tónleikar á föstudagskvöldinu og sunnudagskvöldinu. Fjöldi gesta deildi myndum af Víkingi á samfélagsmiðlum. Til hægri má sjá merkingu á búningsklefa Víkings á tónleikunum. Maestro svítan. Goldberg-tilbrigði Johanns Sebastians Bach þykja eitt stórbrotnasta hljómborðsverk tónlistarsögunnar. Verkið er í formi 30 afar fjölbreyttra tilbrigða við hljómagang þýðrar og fallegrar aríu sem hljómar bæði í upphafi verksins og enda. Úr verður stórbrotið tónlistarlegt ferðalag þar sem fullkomin fágun í byggingu mætir tilfinningalegum krafti, heimspekilegri dýpt og ótrúlegri fingrafimi. Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk fremstu píanista heims og hefur á síðustu árum haft mikil áhrif á tónlistarheiminn, ekki síst í gegnum túlkun sína á verkum Bachs, en árið 2018 gaf Deutsche Grammophon út plötu hans sem helguð var verkum þýska barokkmeistarans. Hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og var meðal annars valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu BBC Music Magazine. Í kjölfarið var Víkingur útnefndur listamaður ársins hjá öðru breska tónlistartímariti, Gramophone Magazine auk þess að hljóta þýsku tónlistarverðlaunin Opus Klassik sem hljóðfæraleikari ársins.
Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. 27. september 2023 13:19 Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guardian Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn. 25. september 2023 11:05 Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey. 6. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. 27. september 2023 13:19
Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guardian Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn. 25. september 2023 11:05
Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey. 6. febrúar 2023 12:32
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið