Pollard þarf á nýju hjarta að halda vegna ættgengs hjartasjúkdóms. Það er þó talið að kveikjan hafi verið vírus sem hann fékk árið 2021.
Former Kansas Jayhawks and NBA player Scot Pollard waits in hospital for heart transplant | Click on the image to read the full story https://t.co/U5T75MeqSj
— KMBC (@kmbc) February 8, 2024
Pollard er engin smásmíði enda 211 sentímetrar á hæð og 126 kíló þegar hann var að spila. Það er því ekki auðvelt að finna nýtt hjarta í svo stóran mann enda þarf hjartað að vera nógu stórt og öflugt til að ráða við að dæla blóði um þennan risastóra líkama.
Pollard er á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Nashville í Tennessee fylki og bíður eftir hjartaígræðslu.
„Ég verð hérna þar til að ég fæ nýtt hjarta. Hjarta mitt hefur veikst mikið og læknar segja að með því að vera hér þá sé það besti möguleikinn fyrir mig að fá nýtt hjarta,“ sagði Scot Pollard við AP.
Hjarta hans hefur tekið tíu þúsund aukaslög á hverjum degi. Helmingur systkina hans eru með þennan sjúkdóm og faðir hans dó 54 ára gamall þegar Scott var aðeins sextán ára. Scott verður 49 ára gamall eftir nokkra daga.
It d be cool if @EddieHouse_50 or someone from the @celtics sent some love out to Scot Pollard @aminajadeTV. He s in the hospital waiting on a heart transplant. pic.twitter.com/VzcGERho4Y
— KWAPT (@KWAPT) February 8, 2024