Þó að skjálftinn sé heldur smár, þá fannst hann vegna nálægðar sinnar við bæinn, en hann mældist í um það bil kílómetra fjarlægð frá honum.
Jarðskjálftinn mældist í Reykjafjalli sem er rétt austan við Hveragerði.
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, útskýrir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að um sé að ræða venjulegan brotaskjálfti á Suðurlandsbrotabeltinu.