Heitar tökur í Lokasókninni: „Taylor Swift er Yoko Ono“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 16:31 Taylor Swift fagnar eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum. AP/Julio Cortez Lokasóknin er þáttur þar sem menn þora að hafa skoðanir og þá kemur alltaf að skuldadögum eins og sást vel í skemmtilegri syrpu í síðasta þætti. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira