Sagður vilja byggja Wembley norðursins fyrir Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 08:25 Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United. Getty/Peter Byrne/ Baksíður ensku blaðanna í morgun slá því flestar upp að sá nýjasti í eigendahópi Manchester United hafi mjög metnaðarfull markmið þegar kemur að því að endurbyggja Old Trafford. Framtíð Manchester United er beintengd framtíðarleikvangi félagsins en Old Trafford leikvangurinn er kominn til ára sinna og þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda. Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í Manchester United á dögunum en hann hefur verið stuðningsmaður þess alla tíð. Ratcliffe er 71 árs gamall milljarðamæringur og ætlar sér að breyta hlutunum hjá félaginu. Þar er eitt verkefni efst á blaði eða það að taka heimavöllinn í gegn. Daily Express. Enska blaðið Daily Telegraph er meðal þeirra sem birtir í dag frétt um hugmyndir Ratcliffe um framtíðarleikvang félagsins. Þar er uppslátturinn að Ratcliffe sjái fyrir sér að byggja Wembley norðursins og að hann gæti sóst eftir að fá styrk úr almenningssjóðum til að endurbyggja Old Trafford. Við þekkjum Nývang í Barcelona og eftir þessar framkvæmdir gætum við tala um Nýja Trafford. Wembley norðursins er líka í fyrirsögnum hjá bæði Daily Express og Daily Mail. Hugmyndir Ratcliffe eru mjög metnaðarfullar en hann er sagður sjá fyrir sér níutíu þúsund manna leikvang. Hann hefur þegar eyrnamerkt 237 milljónir punda í þessar framkvæmdir eða meira en 41 milljarð króna. Ratcliffe hefur þegar hafið samtal við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester. Menn eiga samt eftir að sjá það gerast að Manchesterborg dæli inn pening í svona framkvæmd. Það er líklegra að félagið fái sérstaka ívilnun hjá yfirvöldum eins og skattaafslátt eða slökun á reglugerðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta mál átti baksíður blaðanna í morgun. Daily Mirror. Daily Mail. The Daily Telegraph. Daily Star. Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Framtíð Manchester United er beintengd framtíðarleikvangi félagsins en Old Trafford leikvangurinn er kominn til ára sinna og þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda. Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í Manchester United á dögunum en hann hefur verið stuðningsmaður þess alla tíð. Ratcliffe er 71 árs gamall milljarðamæringur og ætlar sér að breyta hlutunum hjá félaginu. Þar er eitt verkefni efst á blaði eða það að taka heimavöllinn í gegn. Daily Express. Enska blaðið Daily Telegraph er meðal þeirra sem birtir í dag frétt um hugmyndir Ratcliffe um framtíðarleikvang félagsins. Þar er uppslátturinn að Ratcliffe sjái fyrir sér að byggja Wembley norðursins og að hann gæti sóst eftir að fá styrk úr almenningssjóðum til að endurbyggja Old Trafford. Við þekkjum Nývang í Barcelona og eftir þessar framkvæmdir gætum við tala um Nýja Trafford. Wembley norðursins er líka í fyrirsögnum hjá bæði Daily Express og Daily Mail. Hugmyndir Ratcliffe eru mjög metnaðarfullar en hann er sagður sjá fyrir sér níutíu þúsund manna leikvang. Hann hefur þegar eyrnamerkt 237 milljónir punda í þessar framkvæmdir eða meira en 41 milljarð króna. Ratcliffe hefur þegar hafið samtal við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester. Menn eiga samt eftir að sjá það gerast að Manchesterborg dæli inn pening í svona framkvæmd. Það er líklegra að félagið fái sérstaka ívilnun hjá yfirvöldum eins og skattaafslátt eða slökun á reglugerðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta mál átti baksíður blaðanna í morgun. Daily Mirror. Daily Mail. The Daily Telegraph. Daily Star.
Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira