Verður mögulega ekki liðsfélagi Arnórs eftir algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:00 Arnór Sigurðsson fagnar marki Blackburn með liðsfélögum sínum Sondre Tronstad, Tyrhys Dolan og Sammie Szmodics. Getty/Clive Brunskill Bandaríski landsliðsmaðurinn Duncan McGuire var á leiðinni til enska B-deildarfélagsins Blackburn Rovers áður en glugginn lokaði en enska félagið hefur nú gefið það út að mistök komu í veg fyrir að félagsskiptin gengu í gegn. McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti