Eggert Gunnþór á heimleið: „Búa til almennilegt fótboltalið þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Eggert Gunnþór Jónsson fagnar sigri FH-liðsins á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA í sumar, næstum tveimur áratugum frá því að hann lék síðast fyrir austan. Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust. Fjarðabyggð Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust.
Fjarðabyggð Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira