„Bestu 730 dagarnir elsku fallega ástin mín. Elska þig,“ skrifar Íris við myndirnar.
Elín skrifaði sömuleiðis falleg orð til unnustunnar í tilefni dagsins:
„730 dagar með bestu fallegustu, hæfileikaríkustu, skemmtilegustu, geggjuðustu konu í heimi.
Þakklætið er óendanlegt. Elska þig Íris Tanja.“


Elín og Íris Tanja opinberuðu samband sitt í mars 2022, stuttu eftir að Elín Sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins ásamt systrum sínum með laginu Með hækkandi sól. Þær systur kepptu síðan fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tórínó í maí.
Parið trúlofaði sig í október sama ár.