Messi líður betur en lofar engu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi þurfti að svara fyrir það á blaðamannafundi af hverju hann spilaði ekki í leiknum í Hong Kong. Getty/Stephen Law Lionel Messi og Inter Miami sigla nú mikinn ólgusjó eftir að Messi spilaði ekki í æfingaleik liðsins í Hong Kong um helgina. Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Fólk sem keypti rándýra miða á leikinn var allt annað en sátt með að missa af möguleikanum á því að sjá Messi spila. Hann sat allan tímann á bekknum ásamt fleiri stjörnum liðsins. Fjörutíu þúsund manns höfðu keypt miða á leikinn og bauluðu á Messi og David Beckham er þau komust að því að Messi yrði ekkert með. Íþróttamálaráðherra Hong Kong gagnrýndi líka að Messi hafi ekkert komið við sögu og hótaði að draga til baka hluta af styrkjunum sem skipuleggjendur leiksins fengu vegna komu bandaríska félagsins. Inter er nú komið til Japan þar sem liðið spilar við Vissel Kobe í vikunni. Messi mætti á blaðamannafund fyrir leikinn. ESPN segir frá. „Ég veit ekki hvort ég geti spilað en mér líður betur og ég vil endilega spila þennan leik,“ sagði Lionel Messi. Hann meiddist í leik í Sádi Arabíu og er að glíma við tognun aftan í læri. „Ég missti af síðasta leik í Hong Kong vegna óþæginda í vöðva. Mig langaði virkilega að spila af því að það komu svo margir til að horfa á leikinn en svona er þetta stundum,“ sagði Messi. „Það var leiðinlegt að ég gat ekki spilað leikinn en það getur alltaf gerst. Ég vil alltaf spila og sérstaklega í þessum leikjum sem við ferðumst svo langt fyrir. Ég vona að við getum farið aftur til Hong Kong og spilað þar leik,“ sagði Messi. Leo Messi: "I missed the last match in Hong Kong due to muscle discomfort. I really wanted to play because many people came, but this is part of the game.."The pre season tour is coming to an end and I would like to play the last match in Japan before returning. My condition pic.twitter.com/d63EIZT6mh— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 6, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira