Á nú að einkavæða öldrunarþjónustuna? Eða hvað? Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 6. febrúar 2024 07:02 Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun