„Hollt að horfast í augu við gömul sár“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 16:58 Hildur Kristín var að senda frá sér lag og tónlistarmyndband. Kaja Sigvalda „Ég held að það sé svo margt erfitt sem maður upplifir sem er miklu þægilegra að reyna að gleyma bara eða láta eins og hafi ekki haft áhrif á mann,“ segir tónlistarkonan Hildur Kristín sem var að senda frá sér lagið Þúsund skyssur ásamt tónlistarmyndbandi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem Hildur gerði í samvinnu við Kjartan Trauner, kærastann sinn: Klippa: Hildur - Þúsund skyssur Kom hratt og með smá stælum „Þetta er eitt af þessum lögum sem kom til mín hratt og með smá stælum. Ég var búin að vera að vinna í öðru lagi sem ég ætlaði að hafa sem fyrsta lagið af plötunni minni en svo einn daginn kom þessi byrjunarlaglína og texti til mín og ég varð eiginlega bara smá heltekinn af þessari hugmynd,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi vaknað nokkra daga í röð við það að hugsa um lagið. Í kjölfarið ákvað hún að hún yrði að drífa sig upp í stúdíó. „Ég man að ég setti eiginlega allt annað til hliðar og reyndi að grípa hugmyndina eins vel og ég gæti, af því að mér finnst oft mestu töfrarnir vera í byrjun þegar maður er mest í flæðinu og ekki byrjaður að ofhugsa. Innblásturinn að laginu var líka svolítið þessi löngun sem ég var búin að vera með, að fara aftur í að leika mér og ekki gera tónlist í neinum ákveðnum stíl eða spá í hvað ég ætti að gera út frá eldra efni.“ View this post on Instagram A post shared by H I L D U R (@hihildur) Sárin auðvelda sjálfsskilninginn Hildur segist hafa gengið í gegnum alls kyns persónulegar breytingar á síðustu mánuðum og árum sem hafa mótað hana mikið. „Þær gáfu mér þroska og reynslu en mest af öllu nýja sýn á alls konar hluti sem ég hafði kannski ekki spáð í. Ég held að það sé svo margt erfitt sem maður upplifir sem er miklu þægilegra að reyna að gleyma bara eða láta eins og hafi ekki haft áhrif á mann. En upp á síðkastið hef ég fundið sterkt fyrir því hvað er hollt að horfast bara í augu við gömul sár og fatta að þau höfðu miklu meiri áhrif en maður áttaði sig á. Þá um leið er líka auðveldara að skilja hver maður er sem manneskja.“ Hildur hefur verið óhrædd við að opna á gömul sár að undanförnu. Kaja Sigvalda „Það má prófa sig áfram“ Að sögn Hildar fjallar lagið mest um þetta en textinn kom sömuleiðis til hennar í miklu flæði. „Mér leið eiginlega eins og undirmeðvitundin mín væri að reyna að segja mér að hlusta. Ég skrifaði mikið af textanum niður rosalega hratt eða tók upp í flæði og svo eftir á áttaði ég mig á því hvað ég var að tala um hverju sinni.“ Hún segist þó ekki vilja gefa of mikið upp þar sem henni finnst mikilvægt að fólk geti upplifað tónlistina út frá sjálfu sér. „Mér finnst svo mikill sjarmi í opnum textum sem hlustandinn getur upplifað á sinn eigin hátt. Meira að segja titillinn er ágætis orðaleikur sem er hægt að skilja á tvo vegu.“ Hildur var því óhrædd við að fara í nýja átt með nýrri tónlist sinni. „Ég held ég hafi smá saknað þess hver ég var þegar ég var að byrja í tónlist sem táningur, þar sem einungis ástríðan og sköpunin leiddu mig áfram. Svo gerist lífið, maður fer djúpt inn í bransann og allir fara að segja manni hvað þeim finnst að maður eigi að gera. Það er merkilegt þegar fólk er búið að setja mann í ákveðið box út frá því sem maður hefur gert áður og hvernig maður getur gleymt því að maður þarf ekkert að vera í því boxi lengur. Það má prófa sig áfram og þróast sem tónlistarmaður. Ég var líka svo oft búin að hugsa til sellósins en það var hljóðfærið sem ég byrjaði fyrst að læra á sex ára. Ég setti það eiginlega alveg á hilluna í poppinu en síðustu mánuði fékk ég löngun til að grípa í það. Ég hef líka þróast svo ótrúlega mikið sem pródúser síðustu ár en það merkilega er að þetta er fyrsta sóló-lagið mitt sem ég pródúsera alveg sjálf.“ Þúsund skyssur er fyrsta sóló lagið sem Hildur pródúserar alveg sjálf. Kaja Sigvalda Fór aftur í ræturnar og rifjaði upp gellu-harkið Hún segir því að pródúksjónin hafi orðið að einum stórum leikvelli fyrir sig. „Mig langaði að leyfa mér að blanda saman alls konar stílum í nýju tónlistinni af því að ég er sjálf svo hrifin af músík sem fer þvert á stíla. Íslenskan hafði líka kallað sterkt á mig aftur, en það var tungumálið sem ég byrjaði að semja á. Ég saknaði þess hvað hún er falleg og hvernig móðurmálið nær einhvern veginn beinna inn í hjartað. Þannig að ég vildi fara aftur í ræturnar.“ Hildur vann tónlistarmyndbandið með kærastanum sínum Kjartani Trauner og segir að hann sé búinn að vera með sér í að skapa nýjan myndheim sem nýja tónlistin hennar býr í. „Það var sjúklega gaman að vinna þetta með allt annarri nálgun en ég hef gert áður. Lagið var ekki einu sinni fullklárað þegar við byrjuðum á myndbandinu en stundum þegar hugmyndirnar koma yfir mann þá þarf maður að stökkva á þær. Okkur Kjartan langaði að ná þessari tæru fegurð sem birtist stundum á Íslandi á veturna, þegar sólin sýnir sig í kuldanum yfir dimmustu mánuðina og Kjartan mundi eftir þessu frosna vatni sem við höfðum nýlega labbað hjá með hundinn okkar. Við fórum fyrst að vatninu rétt fyrir sólarlag í byrjun desember og prófuðum nokkur skot. Ég var reyndar skíthrædd fyrsta daginn enda voru oft svolítið skrýtin hljóð í ísnum og vatnið mjög sleipt. En svo komum við heim og skoðuðum efnið og við fundum bara að þetta gæti orðið frekar ruglað. Við tókum tvo tökudaga í viðbót á vatninu en það þurfti að stjórnast af birtunni. Við vildum helst sólarupprás eða sólarlag en vorum vissulega að gera þetta á stystu dögum ársins sem gaf okkur stuttan ramma. Hitinn alla tökudagana var líka vel fyrir neðan frostmark svo að ég þurfti að rifja upp þetta gellu-hark sem ég stundaði svo mikið þegar ég var unglingur og fannst ekki kúl að klæða mig eftir veðri.“ Það var mjög kalt við tökurnar og þurfti Hildur að rifja upp gellu-harkið svokallaða sem vísar til þess þegar henni fannst ekki töff að klæða sig eftir veðri sem unglingur. Kjartan Trauner Hildur og Kjartan stóðu tvö að öllu ferlinu sem hún segir að hafi sömuleiðis verið skemmtilegt og verðmætt. „Ég var eigin stílisti, sá um hár og förðun og svo sá Kjartan um að filma og klippa en ég kom reyndar inn í það líka sem ég hef aldrei gert áður og var mjög gaman. Það er líka svo gaman að stílnum hans Kjartans en hann tekur allt upp á gamlar myndavélar með spólum og það koma oft algjörir töfrar á þeim vélum og mér finnst þær oft ná einhverjum sjarma sem nýjar kamerur og símar ná ekki. Við náðum sömuleiðis svo miklu skemmtilegu og fyndnu efni við gerð myndbandsins að við ákváðum að gera líka útgáfu með bloopers og myndefni bak við tjöldin, svo að þá útgáfu má finna á Youtube fyrir áhugasama.“ Breiðskífa, tónleikar og tónlistarmynd Hildur er nú á fullu að vinna í fyrstu breiðskífu sinni og er sömuleiðis að undirbúa sína fyrstu sóló tónleika í fjögur ár. „Þeir verða annan mars í Salnum en þeir eru hluti af Söngvaskálds-röðinni. Þetta verða persónulegir tónleikar þar sem ég mun fara yfir tónlistarferilinn minn og taka góða blöndu af lögum sem ég hef nú þegar gefið út en ég spila líka glæný lög. Þar mun ég líka tala svolítið um hvernig lögin verða til og baksögur þeirra. Sömuleiðis mun ég rifja upp eldra efni frá því ég var í hljómsveitinni Rökkurró en þar byrjaði tónlistarferillinn minn þegar ég var sautján ára.“ Hildur leitar aftur í ræturnar í nýrri tónlist og er sömuleiðis að fara yfir tónlistarferil sinn á væntanlegum tónleikum. Kjartan Trauner Hildur og Kjartan eru svo komin vel á veg með næstu tvö tónlistarmyndbönd. „Við erum sömuleiðis að vinna að svokallaðri tónlistarmynd í tengslum við plötuna og ég er svo spennt að prófa að vinna plötu á þennan hátt. Þar fær fólk að sjá bæði myndbönd við lögin en líka efni sem gefur kannski betri sýn inn í lífið í kringum tónlistina og sýnir landið okkar á mjög fallegan hátt,“ segir Hildur að lokum. Hér má hlusta á Hildi á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Hildur selur íbúðina í Hlíðunum „Frábær fyrsta eign með garði og allt. Hentar vel sem fyrsta eign og góð fyrir gæludýr,“ skrifar tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir á samfélagsmiðla og deilir eigninni með fylgjendum sínum. 12. september 2023 10:18 Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. 11. september 2023 13:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem Hildur gerði í samvinnu við Kjartan Trauner, kærastann sinn: Klippa: Hildur - Þúsund skyssur Kom hratt og með smá stælum „Þetta er eitt af þessum lögum sem kom til mín hratt og með smá stælum. Ég var búin að vera að vinna í öðru lagi sem ég ætlaði að hafa sem fyrsta lagið af plötunni minni en svo einn daginn kom þessi byrjunarlaglína og texti til mín og ég varð eiginlega bara smá heltekinn af þessari hugmynd,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi vaknað nokkra daga í röð við það að hugsa um lagið. Í kjölfarið ákvað hún að hún yrði að drífa sig upp í stúdíó. „Ég man að ég setti eiginlega allt annað til hliðar og reyndi að grípa hugmyndina eins vel og ég gæti, af því að mér finnst oft mestu töfrarnir vera í byrjun þegar maður er mest í flæðinu og ekki byrjaður að ofhugsa. Innblásturinn að laginu var líka svolítið þessi löngun sem ég var búin að vera með, að fara aftur í að leika mér og ekki gera tónlist í neinum ákveðnum stíl eða spá í hvað ég ætti að gera út frá eldra efni.“ View this post on Instagram A post shared by H I L D U R (@hihildur) Sárin auðvelda sjálfsskilninginn Hildur segist hafa gengið í gegnum alls kyns persónulegar breytingar á síðustu mánuðum og árum sem hafa mótað hana mikið. „Þær gáfu mér þroska og reynslu en mest af öllu nýja sýn á alls konar hluti sem ég hafði kannski ekki spáð í. Ég held að það sé svo margt erfitt sem maður upplifir sem er miklu þægilegra að reyna að gleyma bara eða láta eins og hafi ekki haft áhrif á mann. En upp á síðkastið hef ég fundið sterkt fyrir því hvað er hollt að horfast bara í augu við gömul sár og fatta að þau höfðu miklu meiri áhrif en maður áttaði sig á. Þá um leið er líka auðveldara að skilja hver maður er sem manneskja.“ Hildur hefur verið óhrædd við að opna á gömul sár að undanförnu. Kaja Sigvalda „Það má prófa sig áfram“ Að sögn Hildar fjallar lagið mest um þetta en textinn kom sömuleiðis til hennar í miklu flæði. „Mér leið eiginlega eins og undirmeðvitundin mín væri að reyna að segja mér að hlusta. Ég skrifaði mikið af textanum niður rosalega hratt eða tók upp í flæði og svo eftir á áttaði ég mig á því hvað ég var að tala um hverju sinni.“ Hún segist þó ekki vilja gefa of mikið upp þar sem henni finnst mikilvægt að fólk geti upplifað tónlistina út frá sjálfu sér. „Mér finnst svo mikill sjarmi í opnum textum sem hlustandinn getur upplifað á sinn eigin hátt. Meira að segja titillinn er ágætis orðaleikur sem er hægt að skilja á tvo vegu.“ Hildur var því óhrædd við að fara í nýja átt með nýrri tónlist sinni. „Ég held ég hafi smá saknað þess hver ég var þegar ég var að byrja í tónlist sem táningur, þar sem einungis ástríðan og sköpunin leiddu mig áfram. Svo gerist lífið, maður fer djúpt inn í bransann og allir fara að segja manni hvað þeim finnst að maður eigi að gera. Það er merkilegt þegar fólk er búið að setja mann í ákveðið box út frá því sem maður hefur gert áður og hvernig maður getur gleymt því að maður þarf ekkert að vera í því boxi lengur. Það má prófa sig áfram og þróast sem tónlistarmaður. Ég var líka svo oft búin að hugsa til sellósins en það var hljóðfærið sem ég byrjaði fyrst að læra á sex ára. Ég setti það eiginlega alveg á hilluna í poppinu en síðustu mánuði fékk ég löngun til að grípa í það. Ég hef líka þróast svo ótrúlega mikið sem pródúser síðustu ár en það merkilega er að þetta er fyrsta sóló-lagið mitt sem ég pródúsera alveg sjálf.“ Þúsund skyssur er fyrsta sóló lagið sem Hildur pródúserar alveg sjálf. Kaja Sigvalda Fór aftur í ræturnar og rifjaði upp gellu-harkið Hún segir því að pródúksjónin hafi orðið að einum stórum leikvelli fyrir sig. „Mig langaði að leyfa mér að blanda saman alls konar stílum í nýju tónlistinni af því að ég er sjálf svo hrifin af músík sem fer þvert á stíla. Íslenskan hafði líka kallað sterkt á mig aftur, en það var tungumálið sem ég byrjaði að semja á. Ég saknaði þess hvað hún er falleg og hvernig móðurmálið nær einhvern veginn beinna inn í hjartað. Þannig að ég vildi fara aftur í ræturnar.“ Hildur vann tónlistarmyndbandið með kærastanum sínum Kjartani Trauner og segir að hann sé búinn að vera með sér í að skapa nýjan myndheim sem nýja tónlistin hennar býr í. „Það var sjúklega gaman að vinna þetta með allt annarri nálgun en ég hef gert áður. Lagið var ekki einu sinni fullklárað þegar við byrjuðum á myndbandinu en stundum þegar hugmyndirnar koma yfir mann þá þarf maður að stökkva á þær. Okkur Kjartan langaði að ná þessari tæru fegurð sem birtist stundum á Íslandi á veturna, þegar sólin sýnir sig í kuldanum yfir dimmustu mánuðina og Kjartan mundi eftir þessu frosna vatni sem við höfðum nýlega labbað hjá með hundinn okkar. Við fórum fyrst að vatninu rétt fyrir sólarlag í byrjun desember og prófuðum nokkur skot. Ég var reyndar skíthrædd fyrsta daginn enda voru oft svolítið skrýtin hljóð í ísnum og vatnið mjög sleipt. En svo komum við heim og skoðuðum efnið og við fundum bara að þetta gæti orðið frekar ruglað. Við tókum tvo tökudaga í viðbót á vatninu en það þurfti að stjórnast af birtunni. Við vildum helst sólarupprás eða sólarlag en vorum vissulega að gera þetta á stystu dögum ársins sem gaf okkur stuttan ramma. Hitinn alla tökudagana var líka vel fyrir neðan frostmark svo að ég þurfti að rifja upp þetta gellu-hark sem ég stundaði svo mikið þegar ég var unglingur og fannst ekki kúl að klæða mig eftir veðri.“ Það var mjög kalt við tökurnar og þurfti Hildur að rifja upp gellu-harkið svokallaða sem vísar til þess þegar henni fannst ekki töff að klæða sig eftir veðri sem unglingur. Kjartan Trauner Hildur og Kjartan stóðu tvö að öllu ferlinu sem hún segir að hafi sömuleiðis verið skemmtilegt og verðmætt. „Ég var eigin stílisti, sá um hár og förðun og svo sá Kjartan um að filma og klippa en ég kom reyndar inn í það líka sem ég hef aldrei gert áður og var mjög gaman. Það er líka svo gaman að stílnum hans Kjartans en hann tekur allt upp á gamlar myndavélar með spólum og það koma oft algjörir töfrar á þeim vélum og mér finnst þær oft ná einhverjum sjarma sem nýjar kamerur og símar ná ekki. Við náðum sömuleiðis svo miklu skemmtilegu og fyndnu efni við gerð myndbandsins að við ákváðum að gera líka útgáfu með bloopers og myndefni bak við tjöldin, svo að þá útgáfu má finna á Youtube fyrir áhugasama.“ Breiðskífa, tónleikar og tónlistarmynd Hildur er nú á fullu að vinna í fyrstu breiðskífu sinni og er sömuleiðis að undirbúa sína fyrstu sóló tónleika í fjögur ár. „Þeir verða annan mars í Salnum en þeir eru hluti af Söngvaskálds-röðinni. Þetta verða persónulegir tónleikar þar sem ég mun fara yfir tónlistarferilinn minn og taka góða blöndu af lögum sem ég hef nú þegar gefið út en ég spila líka glæný lög. Þar mun ég líka tala svolítið um hvernig lögin verða til og baksögur þeirra. Sömuleiðis mun ég rifja upp eldra efni frá því ég var í hljómsveitinni Rökkurró en þar byrjaði tónlistarferillinn minn þegar ég var sautján ára.“ Hildur leitar aftur í ræturnar í nýrri tónlist og er sömuleiðis að fara yfir tónlistarferil sinn á væntanlegum tónleikum. Kjartan Trauner Hildur og Kjartan eru svo komin vel á veg með næstu tvö tónlistarmyndbönd. „Við erum sömuleiðis að vinna að svokallaðri tónlistarmynd í tengslum við plötuna og ég er svo spennt að prófa að vinna plötu á þennan hátt. Þar fær fólk að sjá bæði myndbönd við lögin en líka efni sem gefur kannski betri sýn inn í lífið í kringum tónlistina og sýnir landið okkar á mjög fallegan hátt,“ segir Hildur að lokum. Hér má hlusta á Hildi á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Hildur selur íbúðina í Hlíðunum „Frábær fyrsta eign með garði og allt. Hentar vel sem fyrsta eign og góð fyrir gæludýr,“ skrifar tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir á samfélagsmiðla og deilir eigninni með fylgjendum sínum. 12. september 2023 10:18 Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. 11. september 2023 13:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hildur selur íbúðina í Hlíðunum „Frábær fyrsta eign með garði og allt. Hentar vel sem fyrsta eign og góð fyrir gæludýr,“ skrifar tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir á samfélagsmiðla og deilir eigninni með fylgjendum sínum. 12. september 2023 10:18
Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. 11. september 2023 13:30